Skírnir - 01.09.2003, Page 116
342
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
sjálfsvitund einstaklingsins og gera hann skilningsbetri á sjálfan
sig og aðra menn, svo nokkuð sé upp af því talið sem vonir manna
hafa staðið til. Sagt er að enginn óttist þær lengur, né heldur tengi
þær við vonir sínar, þær séu ekki annað en textar við hlið annarra
texta sem menn hafa sér til skemmtunar.3 Rithöfundurinn er
hvorki frelsishetja, viskubrunnur né sjáandi heldur eins og hver
annar skemmtikraftur á markaðstorgi, þótt hann svo reyni að nota
þá virðingu sem bókmenntir hafa áður notið til að skapa sér nokk-
urt forskot í grimmu stríði um athygli og velgengni. Rithöfundar
hafa sjálfir tekið þátt í þessu niðurbroti bókmennta og þó hvergi
eins og í Rússlandi. Einmitt í landi þar sem skáldskapur hefur ver-
ið settur hátt á stall sem heilög iðja og afar mikilvæg. En þar hafa
á skömmum tíma orðið umskipti sem eru fróðleg öðrum sem hafa
velt fyrir sér lífi og dauða bókmennta, ekki síst í samfélagi eins og
því íslenska þar sem dauði bókmennta mundi um leið þýða enda-
lok þjóðarinnar, ef menn taka fullt mark á orðum Halldórs Lax-
ness sem áður var til vitnað.
Helgirit menntamanna
Trú Rússa á mikilvægi bókmennta tengist fyrst verkum þjóðskálds
þeirra Alexanders Púshkins (1799-1837) og rómantískum hug-
myndum um skáldsnilling sem vísi veginn til dýpri sanninda en
aðrir þekki, til skilnings sem sé æðri hagsýni og lágkúrulegri
nytjahyggju. Sjálfur gaf Púshkin tvíræð svör við spurningum sem
að honum beindust um stöðu og hlutverk skálds. Hann gerði m.a.
í því fræga kvæði Minnisvarðinn tilkall til þess að eiga víst þakk-
læti síns fólks um alla framtíð fyrir að „blása að frelsis glóðum" á
grimmri öld og sýna reisn og dirfsku andspænis hásætum valdsins.
í öðrum kvæðum varðist hann tilætlunarsemi þeirra sem vildu
beita skáldi fyrir vagn „lýðsins“, gera skáldið að kennimanni sem
uppfræðir menn og bætir siðferði þeirra.4 En þegar fram liðu
3 Sjá m.a. Andrew Delbanco, „The Decline and Fall of Literature“, New York
Review of Books 17, 1999.
4 Árni Bergmann, „Minnisvarði Púshkins", Tímarit Máls og menningar 2, 1999.