Skírnir - 01.09.2003, Page 118
344
ÁRNIBERGMANN
SKÍRNIR
skáldsaga, Hvað ber að gera?, hafði mikil áhrif á róttækni nokkurra
kynslóða rússneskra menntamanna og ýtti svo um munaði undir
það langlífa viðhorf að bókmenntir gætu og ættu að koma í staðinn
fyrir þá ódulbúnu pólitísku kappræðu sem aðstæður ekki leyfðu.
Rússneskir rithöfundar höfðu svipaða afstöðu til mikilvægis
og hlutverks bókmennta hvort sem þeir vildu vekja menn til um-
hugsunar um böl bændaánauðarinnar, eins og Ivan Túrgenev í
Dagbók veiðimannsins, eða prófa kristin sannindi á persónum sín-
um og lesendum, eins og Fjodor Dostojevskij (t.d. í Glæpur og
refsing). Lev Tolstoj segir í frægri ritgerð, „Hvað er list?“, að list-
in sé ekki skemmtun, ekki nautn og ekki huggun, heldur það göf-
uga afl sem ætlað er að koma á friðsælu sambýli manna með frjáls-
um hætti, án þvingana, lögreglu og dómstóla. Listir og bókmennt-
ir áttu að hans dómi að útrýma ofbeldi, rífa niður múra milli
manna (yfirstíga firringuna mundi núna sagt) og ala menn upp í
náungakærleika. Með öðrum orðum: Tolstoj vildi gera bókmennt-
ir að eins konar hliðstæðu við kristna trú eins og hann skildi hana:
„Listin á að gera þær tilfinningar bræðralags og náungakærleika
sem nú um stundir eru ekki innan seilingar annarra en bestu
manna samfélagsins að venjulegum tilfinningum hvers og eins, að
sjálfsagðri eðlishvöt allra rnanna."8 Bókmenntir og listir eru með
öðrum orðum gerðar að eins konar veraldlegri kirkju í samfélagi
sem er í vaxandi mæli að snúa baki við rétttrúnaðarkirkjunni rúss-
nesku, sem menntuðum mönnum þótti hafa brugðist alþýðunni
með þjónustulund við ríkisvaldið. Þetta sérstæða hlutverk er um
leið talið bera því vitni að rússnesk menning hafi tekið aðra og
betri stefnu en menning Vesturlanda. Um þetta voru bókmennta-
fræðingar og rithöfundarnir á einu máli. I lokakafla bókar prófess-
ors Semjons Vengerovs, Hetjueðli rússneskra bókmennta, segir
t.d. að meðan evrópskar bókmenntir leggist í fagurkerahátt og ein-
staklingshyggju geti rússneskar bókmenntir ekki ímyndað sér
aðra gæfu en þá sem felst í sjálfsafneitun og þjónustu við náung-
ann: „„Ekki ég, ekki ég, ekki ég“ - þetta er það boðorð sem ligg-
ur til grundvallar samanlögðum yngri bókmenntum rússneskum
8 L. Tolstoj, O literatúre. Moskvu 1955, bls. 484.