Skírnir - 01.09.2003, Page 121
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR í LÍFSHÁSKA
347
Majakovskij, sem voru fúsir til að ganga í samábyrgð með bylting-
arforingjum og voru meðal þeirra ýmsir forsprakkar rússnesks
módernisma, sem töldu sitt uppgjör við hefðarveldi í menning-
unni eiga samleið með þjóðfélagsbyltingu. I þriðja hópnum voru
þeir rithöfundar sem gátu að vissu leyti tekið undir markmið bylt-
ingarinnar en vildu heldur ekki gefa sjálfstætt hlutverk bókmennta
upp á bátinn. Það neyddust þeir þó til að gera, eða fara að öðrum
kosti í „innri útlegð" (með öðrum orðum sætta sig við ritbann).
Því gagnrýni, ádrepu, voru æ þrengri skorður settar og þegar
komið var fram á fjórða áratug 20. aldar áttu þeir sem ekki héldu
sér innan ramma hins leyfilega ekki aðeins ritbann á hættu heldur
og fangavist, sem reyndist oftar en ekki banvæn.
Kenningin um sósíalískt raunsæi þurfti ekki að hljóma illa í
eyrum þeirra sem höfðu alist upp við trú á jákvæðan áhrifamátt
bókmennta. Þegar Maxim Gorkij bar hana fram á fyrsta þingi
Sovéska rithöfundasambandsins árið 1934 bar hún sterkan keim af
bjartsýnni og herskárri mannhyggju: nú skyldu bókmenntir
„staðfesta veruleikann sem athöfn, sköpun sem hefur að markmiði
stöðuga þróun verðmætustu eiginleika mannsins sem einstak-
lings.“14 En stalínsk valdníðsla og pólitískar hreinsanir sáu til þess
að sósíalíska raunsæið svonefnda gerði opinbera bjartsýni á það
sem var að gerast í landinu að eins konar skylduformúlu fyrir
bókmenntirnar. Allt var á réttri leið í framsæknasta samfélagi
heims - og þá líka líf einstaklinga í skáldsögum. Lífsskilyrði bók-
mennta voru svo erfið að við sjálft lá að þær köfnuðu - útlægir
höfundar eins og Vladimir Nabokov lýstu því reyndar yfir að
rússneskar bókmenntir væru í andarslitrunum.15 Þær lifðu á for-
tíð sinni - og um leið á starfi manna eins og fyrrnefnds Kornejs
Tsjúkovskijs, á skáldum, gagnrýnendum og þýðendum sem settu
traust sitt á það að sjálf útbreiðsla bókmennta gæti bætt líf manna,
mildað siði samfélags sem væri í mótun og enginn gæti séð fyrir
hvað úr yrði. Og þeir gerðu sér það að skyldu og hlutverki að leita
14 Sjá nánar: Árni Bergmann, „Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn",
Tímarit Máls og menningar, 4, 1987, bls. 420-422.
15 V. Nabokov, „Pisateli, tsenzúra i tsjitateli v Rossii“, Lektsii o rússkoj literatúre.
Moskvu 1996.