Skírnir - 01.09.2003, Síða 124
350
ÁRNIBERGMANN
SKÍRNIR
fróð í samanburði við hinar margvísu ömmur sínar.19 Þeir höfund-
ar sem leituðu sér annars efniviðar, t.d. meðal ungs menntafólks í
borgum, léku mjög á svipaða strengi þegar þeir skoðuðu valkosti
þessa fólks. Skáldsögur Júrijs Trifonovs og leikrit Viktors Rozovs
halda áfram þeirri rússnesku 19. aldar hefð að draga fram sem
rækilegast eymd „smáborgarahugsunarháttar“ (meshjanstsvó) sem
kemur fram í sérdrægni og „hlutadýrkun“ (veshism), og lauma því
um leið að með ýmsum hætti að í rauninni sé ekki mikill munur á
sovéskum „smáborgara" og þeim sem skáld keisaratímans höfðu á
hornum sér. Þeir fylgja þeirri hefð að skylda rithöfundanna sé að
leita að „öðru gildismati"20 - og vísa á það með því að afhjúpa sið-
ferðilegt gjaldþrot og innri dauða þeirra sem hafa í lífi sínu svikið
ástina, vináttuna, listina (einkum bókmenntirnar) - þessi ófor-
gengilegu verðmæti sem heimspeki vonarinnar hefur jafnan hvílt á
í rússneskum bókmenntum.
En hvort sem við hugsum til ríkisþjóna eða andófsmanna, út-
laga eða móralskra realista, fer ekki á milli mála að allir sameinuð-
ust þeir í trú á áhrifamátt bókmennta og enginn hélt því fram að
afskiptaleysi bókmennta af stórmálum samtímans væri eftirsókn-
arvert. Með þessa trú ganga rithöfundar af ólíku sauðahúsi inn í
valdadaga Gorbatsjovs. Þá, á miðjum níunda áratugi nýliðinnar
aldar, urðu afdrifaríkar breytingar á lífsskilyrðum rússneskra bók-
mennta. Gorbatsjov kom á glasnost, opinni umræðu, málfrelsi -
ritskoðunin var afnumin. I einu vetfangi virtust draumar rúss-
neskrar intelligentsiu hafa ræst. Nú var hægt að birta allt sem áður
var bannað og skrifa eins og hvern lysti. Ágætir höfundar (m.a.
Fazil Iskander, Sergej Zaligin, Tsjingis Ajtmatov) tóku að sér í
merkum verkum að „fylla í eyðurnar" í sögu landsins, rifja upp
bitran sannleika, ekki aðeins um pólitíska fanga Stalíntímans held-
ur og grimman hernað valdsins gegn bændum, kirkjunni og
nokkrum smáþjóðum. Um leið var samfélagið fullt af bjartsýnni
19 Brudny, bls. 163-196, D. Brown, The Last Years of Soviet Russian Literature.
Cambridge 1992, bls. 79-100.
20 Sjá m.a. S. Antipov, „Rossiskaja intelligentsija - súdba odnoj idej“, Kommúnist
19, 1991, bls. 53, og samtal Árna Bergmanns við Viktor Rozov í Moskvu
nóvember 2000.