Skírnir - 01.09.2003, Page 125
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR í LÍFSHÁSKA
351
trú á mátt orðsins og spurði óspart eftir því hvað rithöfundar
hefðu til mála að leggja. Skáldið Andrej Voznesenskij komst svo
að orði að í landinu ætti sér ekki aðeins stað bylting á sviði menn-
ingar heldur bylting í samfélaginu sem menningin, og ekki síst
bókmenntirnar knúðu áfram.21 Útgáfa stóð með miklum blóma
og bókmenntatímaritin þykku (en 200 ára hefð er fyrir því að í
þeim birtast ekki aðeins ljóð og smásögur heldur og stórar skáld-
sögur helstu höfunda landsins) hlutu dæmafáa útbreiðslu. Til
dæmis náði virtasta bókmenntatímarit landsins Novyj mir hátt í
tveggja miljóna eintaka upplagi árið 1989.
Enginn veit hvað átt hefur...
Þessi gullöld stóð þó furðu skammt - og þegar um 1990, rétt áður
en Sovétríkin hrundu, var farið að tala um alvarlega kreppu í bók-
menntum sem næði bæði til innihalds, boðskapar og stöðu þeirra
í samfélaginu. Þessar raddir komu úr öllum áttum: Einn hinna
„opinberu", Júrij Bondarev, formaður Rithöfundasambands
Rússlands, talaði um „djöfullega óreiðu hugmynda og siðakenn-
inga sem væri að því komin að ganga af bókmenntunum dauð-
um.“22 Ungur „neðanjarðarhöfundur" fagnaði því í frægri grein
að nú hefði „útför sovéskra bókmennta" farið fram.23 Gagnrýn-
andinn Alla Latynina bar fram spurningu sem allir veltu fyrir sér:
„Við héldum fyrir skemmstu að nóg væri að afnema ritskoðun og
þá mundi menningin blómgast sem aldrei fyrr. En það gerist ekki,
heldur þvert á móti. Hvernig stendur á því?“24
í þessum umskiptum komu margir þræðir saman. í fyrsta lagi
höfðu orðið breytingar á stöðu rithöfundanna í samfélaginu og
þar með sambúð þeirra hvers við annan og lesendur. Erfið tilveru-
skilyrði bókmenntanna höfðu tryggt þeim mikla samúð. Ef skáld
á annað borð reis undir nafni varð það í vitund almennings hetja
andófs og „annars gildismats“. Nú fóru menn að spyrja hvort
21 A. Voznesenskij, „Pered stykovkoj vekov“, Sovetskaja kúltúra 21.02.1987.
22 Jú. Bondarev, Literatúrnaja Rossija 14.12.1990.
23 V. Jerofejev, „Pominki po sovetskoj literatúre“, Aprel, 1, 1991, bls. 274-282.
24 A. Latynina, „Shto vperedi?“, Literatúmaja gazeta. 23.01.1991.