Skírnir - 01.09.2003, Page 127
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR í LÍFSHÁSKA
353
í öðru lagi fannst rithöfundum að markaðsvæðing bókmennt-
anna hefði brugðist: hún hefði bæði tekið frá þeim lesendurna og
í raun komið á nýrri ritskoðun. Hver af öðrum rak upp sár kvein
yfir því að lesendur hefðu snúið sér annað. Það nýjabrum sem
fylgdi auknu málfrelsi tók fljótt af, málfrelsið gerir djarfar bækur
hvunndagslegar og þeir sem áður fengu lof fyrir að „fylla í eyður"
sögunnar með því að skrifa um skelfingar sem áður áttu helst að
liggja í þagnargildi máttu æ oftar heyra kvartanir, m.a. yngra fólks
sem sagði: „Er ekki nóg komið um fangabúðir Stalíns?"27 Þess í
stað sneru lesendur sér í auknum mæli að reyfurum, nýaldarbók-
um, þýddum metsölubókum, hálfklámi og þeim grimmdarlýsing-
um sem farið var að kalla einu nafni „tsjernúkha“ og síðar verður
vikið að. Bókmenntatímaritin þykku fóru að skreppa saman aftur
og innan tíðar var upplag þeirra komið langt niður fyrir það sem
verið hafði á Sovéttímanum - bæði vegna minnkandi áhuga og
minnkandi kaupgetu þess menntaða fólks sem þau höfðu lesið.
Novyj mir hrapaði t.d. úr 1,6 miljón eintaka árið 1989 í 13.200 árið
2000!28 Verst þótti mönnum að markaðskerfið kom ekki á því frelsi
sem þeir höfðu vonað, heldur væri í stað pólitískrar ritskoðunar
komin ritskoðun markaðarins sem vísaði frá öllum verkum sem
ekki voru líkleg til að seljast fljótt og vel. „Við höfum skipt á hug-
myndafræðilegum hlekkjum og efnahagslegum“ sagði Andrej
Bitov, fyrrum andófshöfundur.29 Þessi þróun þótti ganga með
herfilegasta hætti á rússneska hefð sem hreykti sér af ósérplægni
bókmennta sem skyldu standa utan við og ofar hvers kyns kaup-
skap og taldi það höfuðsynd að skáld seldu sína sál fyrir vel-
gengni. Virt og aldrað leikskáld, Viktor Rozov, talar fyrir munn
margra „siðferðilegra realista“ þegar hann segir: „Nú var sagt:
verðið ríkir! en þetta er ekki fyrir okkur, þetta rímar ekki við
27 Samtal við Marlen Korallov, varaformann samtaka fyrrum pólitískra fanga,
Moskvu nóvember 2000.
28 Sama ár var Zvezda komin niður í 9000 eintök og Znamja niður í 10000. Sum
helstu tímarita Rússlands hefðu lagt upp laupana hefði menningarsjóður
ungversk-breska auðkýfingsins Sorosar ekki keypt 2-3 þúsund eintök af hverju
til að dreifa á févana bókasöfn Rússlands.
29 Viðtal við Economist í október 1995, sjá Morgunblaðid 28.10.1995.