Skírnir - 01.09.2003, Side 130
356
ÁRNIBERGMANN
SKÍRNIR
menntum er orðinn kaldhæðnislegur leikur að formum sem kvöl
er að lesa“, eins og sagt var í einni úttekt í Novyj mir.35
Mesta reiði vakti það hefðarrof sem birtist í verkum sem einu
nafni hafa verið kölluð „hinn prósinn" (drúgaja proza), ef ekki
beinlínis „svartnætti og klám“ (tsjernúkha i pornúkha)?b Þessar
bókmenntir eru vitanlega ekki allar jafn „svartar“ en hitt er víst að
höfundar eins og Yiktor Jerofejev, Vladimir Sorokin, Jevgenij
Popov og fleiri hafa í sögum sínum gengið furðulangt í að hrella
lesendur miskunnarlaust, rétt eins og þeir stefndu beint að því að
reyna á þanþol bæði lagagreina og siðferðisviðhorfa sem banna of-
beldi og klám.
Sorokin gerði á sinn hátt upp við sovéttímann í sögum sem
lýsa því hvernig venjulegar persónur sovéskra skáldsagna eru fyr-
irvaralaust orðnar að skelfilegum skrímslum. Við byrjum t.d. að
lesa frásögn af því að starfsmannanefnd tekur til bæna fylliraft sem
stendur sig ekki í vinnu, en erum fyrr en varir stödd í trylltri
hringiðu þar sem allt djöfullegt getur gerst: nauðganir, misþyrm-
ingar og aflimanir með tilheyrandi kvalalosta, skítáti, morðum,
mannáti (Fundur í verksmiðjunefnd, Zasedanje zavkoma, 1991).
Jerofejev er á sömu buxum í Páfagauknum (Pogúgatsjik, 1988),
þar sem yfirheyrslumeistari í fangelsi lýsir því glaðhlakkalega fyr-
ir föður hvernig hann og hans menn hafi nauðgað syni hans, hálf-
drekkt honum í hlandfor, skorið undan honum og pyntað til bana
á herfilegasta hátt. í öðrum sögum er stefnt beint á grimm helgi-
spjöll. í sögunni Móðir (Matj, 1990) stefnir Jerofejev saman móð-
ur og syni hennar: móðirin fer upp á son sinn brennivínsdauðan á
minningardegi um hermenn sem féllu í stríðinu (og þá um föður
piltsins), síðan rankar hann við sér og hefnir sín með því að nauðga
henni með stórum fretum og ýmislegum viðbjóði öðrum; að lok-
um drepur elsku mamma stráksa með exi og selur slátrið af hon-
um í pylsur. Ofsinn í helgispjöllum nær vitanlega einnig til þeirr-
ar helgi sem menn hafa haft á rússneskum bókmenntum: „Ó, hin-
ar miklu rússnesku bókmenntir - hvaða rússneskur böllur rís ekki
35 A. Zlobina „Kto ja“, Novyj mir 5, 2000, bls. 232.
36 Brown, bls. 146-170.