Skírnir - 01.09.2003, Page 131
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR í LÍFSHÁSKA
357
snarlega þegar farið er með þann þjóðsöng", segir Jerofejev t.d. í
prósaljóðinu Libhlaupinn (Otshepenets)?7
Textar af þessu tagi hlutu af mörgum ástæðum að vekja sterk
viðbrögð í Rússlandi og öflugri en hliðstæðir „svartnættistextar"
geta valdið á Vesturlöndum. Einkum vegna þess hve umskiptin frá
því sem áður var eru snögg og grimm og róttæk, lesandinn var allt
öðru vanur, uppeldi hans var annað. Rússneskar bókmenntir hafa
stært sig af mannhyggju og mannúð, eins og áður var fram tekið,
af trúnaði við óforgengileg siðferðileg gildi. Þar hefur ekki verið
til siðs, hvorki hjá sovéskum höfundum, útlögum né andófshöf-
undum, að ganga hart fram í lýsingum á grimmu ofbeldi eða kyn-
lífi og ríkt hefur eins konar samkomulag um að menn sýni þann
sjálfsaga að forðast það klámyrðasafn sem vissulega er mikið not-
að í rússnesku talmáli. Ekki svo að skilja að „ljótleikinn" hafi fram
til okkar daga verið útlægur úr rússneskum bókmenntum (þótt
sovéskur sósíalrealismi af vissri tegund hafi gengið nokkuð langt í
því um tíma). En hitt var nýtt, að sú grimmd í samskiptum manna
sem höfundar „svartra bókmennta“ lýstu óspart var sett fram án
minnsta vonarneista, eins og hvert annað náttúruafl sem enginn
fengi rönd við reist. I þessum textum ríkti grimm tilviljun eða al-
ræði geðþótta sem hefur sagt skilið við öll mennsk gildi. Þar get-
ur hver sem er óvænt og að ástæðulausu tekið upp á því að hleypa
tortímingunni lausri. Maðurinn er ófyrirsjáanlegur og ekki einu
sinni til alls vís, hann er til ills vís.
Margir rithöfundar og bókmenntamenn hafa lýst þungum
áhyggjum af þessari þróun. Nóbelsskáldið Alexandr Solzhenytsin
skrifaði árið 2000 grein í Novyj mir í minningu skáldsins Tvar-
dovskijs, sem hafði sem ritstjóri þess áhrifamikla rits reynt að
halda á lofti bestu hefðum rússneskra bókmennta og m.a. komið
þar á prent snemma á sjöunda áratugnum fyrstu verkum
Solzhenytsins sjálfs (sem þá voru gjarna kölluð „svartnættisbók-
menntir" vegna þess að þau fjölluðu m.a. um grimmdarlegan veru-
leika: fangabúðir Stalíns). Solzhenytsin kvaðst fljótlega eftir að
hann var rekinn í útlegð hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með
37 V. Jerofejev, Rússkaja krasavitsa. Moskvu 1999, bls. 358.