Skírnir - 01.09.2003, Page 132
358
ÁRNIBERGMANN
SKÍRNIR
það að aðrir rússneskir rithöfundar í útlegð notfærðu sér frelsi
undan ritskoðun til þess að dýfa sér á kaf í klám og útmálun kyn-
lífs. Þau strákapör (sem enn voru meinlítil í samanburði við texta
manna eins og Sorokins og Jerofejevs) voru afleit að dómi Nóbels-
skáldsins. En annað var þó engu betra: höfundarnir höfðu fengið
málfrelsi en „höfðu ekkert að segja sem um munaði“ og reyndu þá
að fleyta sér á ómerkilegri og „hömlulausri sjálfstjáningu" og
„falskri nýjungagirni".38 Solzhenytsin er sjálfur rússneskur þjóð-
ernissinni og talsmaður kristinna siðgæðisviðhorfa í lífi og listum,
og honum stóð bersýnilega snemma stuggur af því að þegar há-
bölvuð sovésk ritskoðun hryndi þá mundi frelsið ef til vill verða
til þess eins að rússneskt bókmenntalíf yrði eins og á Vesturlönd-
um. Höfundarnir létu þá guð, Rússland og rússneska þjóð lönd og
leið en hugsuðu aðeins um eiginn orðstír meðal „kræsinnar bók-
menntaelítu“ eða þá um hneykslisfrægð eins og þá sem Jerofejev
lýsir í frásögn þar sem hann lætur lesanda sinn biðja um eigin-
handarsýnishorn með svofelldri aðdáunarformúlu: „Bækur þínar
eru eins og rauðglóandi lóðbolti sem þú rekur upp í rassgatið á
lesandanum."39 í greininni kemur skýrt fram að Solzhenytsin,
fyrrum pólitískur fangi, og Tvardovskij, fyrrum ritstjóri voldugs
bókmenntatímarits og um skeið miðstjórnarmaður í Kommún-
istaflokknum, áttu að því er varðar hugmyndir um hlutverk bók-
mennta miklu fleira sameiginlegt en Nóbelsskáldið og þeir höf-
undar sem höfðu, eins og hann, byrjað á róttæku uppgjöri við sov-
éskan veruleika en síðar sagt skilið við rússneska menningarhefð.
Margir bókmenntamenn hafa - með mismunandi áherslum á
grimmd hinna „svörtu" eða það kaldranalega tilgangsleysi sem
lesa má úr verkum þeirra - tekið undir slíka gagnrýni. í nýlegri út-
tekt á afstöðu rithöfunda til starfs síns er að finna þessa dæmi-
gerðu ásökun: „Smám saman gerðust bókmenntirnar æ ósvífnari í
sjálfhverfri sérvisku sinni og enduðu á því að snúast eingöngu um
sjálfar sig.“40 Og væru þar með byrjaðar að tortíma sjálfum sér.
38 A. Solzhenytsin, „Bogatyr", Novyj mir 6, 2000, bls. 130.
39 V. Jerofejev, Pjat rek zhizni. Moskvu 2000, bls. 24.
40 A. Kasymov: „Pisateli o pisatelstve", Znamja 4, 2000, bls. 178.