Skírnir - 01.09.2003, Side 135
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR í LÍFSHÁSKA
361
ekki kurteisi að bjóða til sætis í húsi bókmenntanna: þar fá sinn
sess hóran, róninn og aðrir útskúfaðir. Að auki hafi hin grimma
ádrepa, sem í textunum er, ekki numið staðar við uppgjör við sov-
éttímann einan, heldur hafi ýmsir höfundar notað hana til að ráð-
ast að hinum nýríku Rússum sl. áratugar, að „svalli þeirra, lygileg-
um munaði, smekkleysum" og ekki síður þeirri endalausu valda-
baráttu sem þeir standa í innbyrðis með miklum manndrápum. En
Lipovetskij telur samt að tsjernúkha hafi nú þegar tæmt mögu-
leika sína til afhjúpunar - því menningin öll og samfélagið séu svo
samdauna þessum bókmenntum að eftir þeim sé ekki lengur tek-
ið.46 Fleiri menningarrýnendur komast að svipaðri niðurstöðu,
sem fellur að nokkru leyti saman við ályktun Jerofejeves sjálfs í
lofi hans um „blóm hins illa“: „Niðurstaðan er sú að hin klassíska
rússneska skáldsaga verður aldrei framar kennslubók í því að
lifa.“47 Með öðrum orðum: þegar tilgangsleysið og grimmdin eru
komin á þann leiðarenda í sínum tryllta dansi að vonarglætu er
hvergi að sjá, eru sjálfar bókmenntirnar, eftir vissa kæti og létti
sem niðurrifi gilda fylgir, staddar í nýjum tilvistarvanda sem eng-
inn veit hvernig leysa skuli eða hvort hann skuli reyna að leysa
yfirleitt.
Um hvað er skrifað?
Margt af þessari umræðu allri kemur kunnuglega fyrir sjónir.
Menn hafa á Vesturlöndum fengið yfir sig í mörgum lotum
tsjernúkhu tilgangsleysis, sambandsleysis, einsemdar mannsins,
grimmdar hans og efasemda um bókmenntirnar sjálfar. Menn hafa
vissulega lengi fundið sér ærin tilefni til að kvarta yfir því að skáld
leiki sér að því að ganga fram af fólki og taka frá því flestar vonir,
eða til að lofa þá sömu höfunda fyrir að slátra goðsögnum, rífa
niður blekkingar, fara með holla hreinskilni þótt grimm sé. Þau
sterku viðbrögð sem „hinn prósinn" hefur vakið í Rússlandi eru,
eins og fyrr segir, mjög tengd því sérstæða hlutverki sem rússnesk-
46 Lipovetskij, bls. 210.
47 Jerofejev, 1999, bls. 23.