Skírnir - 01.09.2003, Page 138
364
ÁRNIBERGMANN
SKÍRNIR
Tatjana Tolstaja hefur nýlega samið Kys, framtíðarskáldsögu
um Rússland sem antiútópíu, illa staðleysu. Kys gerist eftir mikið
stórslys eins og mörg önnur verk af þessu tagi. Tveim öldum síð-
ar búa Rússar við eymd og skort á flestum góðum hlutum: náttúr-
an er mestan part eitruð, mannfólkið afskræmt af erfðabreyting-
um, tækni og vísindi úr sögunni, bækur eru handskrifaðar og þá
aðeins þær sem Leiðtoginn vill leyfa mönnum að kynnast. I fræg-
um hrollvekjustaðleysum síðustu aldar (m.a. Við eftir Jevgenij
Zamjatin og 1984 Georges Orwells) reyna karl og kona, „síðustu
manneskjur í heimi“, að rísa gegn ofurefli skelfilegs alræðis. Að
vísu bíða þau ósigur. En þó var brugðið upp vonarglætu sem fólst
í því að ekki var dregið í efa að ástin, vináttan og listin, einkum
bókmenntirnar, væru raunverulegt athvarf mennskunnar og afl-
gjafi til góðra hluta, til þeirrar uppreisnar að vilja eiga sér öðruvísi
líf en það sem allir eru dæmdir til. Uppreisn kom til greina og hún
var reynd. En í Kys er loku einnig fyrir þá von skotið. Aðalpers-
ónan, Benedikt, er skrifari sem afritar bækur og þyrstir í lesmál -
og hann er ástfanginn af samstarfskonu sinni sem getur gefið hon-
um aðgang að forboðnu bókasafni. En hvorki ástin né bókin bjarga
Benedikt frá glötun - öðru nær. Sú heittelskaða er dóttir yfir-
manns leynilögreglunnar sem hefur einmitt það verkefni að upp-
ræta allar gamlar bækur. I húsi hans lifir söguhetjan í ofáti og ofsa-
fengnu kynlífi. Ástin er ekki annað en frek kynlífsneysla sem
verður fljótt leiðigjörn. Bækurnar verða Benedikt ekki lykill að
„samlíðan og veglyndi“51 heldur eins og hver annar vímugjafi sem
hann ánetjast og fær aldrei nóg af og á þessi fíkn hans í lesmál mik-
inn þátt í því að hann flækist inn í blóðuga valdabaráttu fjölskyld-
unnar. I illri staðleysu allsleysis og upplausnar eins og Kys er sleg-
ið á svipaða strengi og í skyldum skáldverkum nýlegum eftir
bandarísku rithöfundana John Updike (Undir lok tímans, 1998)
eða Paul Auster (I landi síðustu hluta, 1988) - en hin rússneska
staðleysa er vonlausari en þær allar. Tatjana Tolstaja hefur fram-
lengt hin djúptæku rússnesku vonbrigði okkar tíma langt fram í
herfilega framtíð, eða eins og hún segir sjálf um verk sitt: „Þetta er
51 Tatjana Tolstaja, Kys. Moskvu 2000, bls. 214.