Skírnir - 01.09.2003, Page 139
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR í LÍFSHÁSKA
365
ekki framtíð okkar heldur hin eilífa nútíð“ - hin endalausa stór-
slysasaga Rússlands.52
Fleiri höfundar hafa unnið með eftirminnilegum hætti úr stór-
slysasögu Rússlands og hlutskipti bókmenntanna, m.a. Viktor
Pelevin í P-kynslóðinni (Generation P), því verki sem víðast hefur
farið af rússneskum skáldsögum síðustu ára. Þessi skáldsaga fjall-
ar að miklu leyti um afdrif skálda við nýjar aðstæður. Aðalsögu-
hetjan, Vavilen Tatarskij, lét sig dreyma á síðustu árum Sovéttím-
ans um að gerast skáld og yrkja fyrir eilífðina „eins og Pasternak".
En hann kemst fljótt að þeirri niðurstöðu að þessi skáldskapar-
eilífð hafi aðeins verið hugsanleg við þær sérkennilegu aðstæður
að bæði Valdið og Andófið í landinu trúðu á áhrifamátt bók-
mennta og þurftu á þeim að halda. „Hann orti ekki framar ljóð,
með hruni hins sovéska valds glötuðu þau merkingu og gildi.“53
Vavilen gengur inn í skáldskap hins nýja tíma: heim auglýsinga og
vitundariðnaðar. ísmeygilegt háð Pelevins kemur ekki síst fram í
því hvernig auglýsingaskáldið nýbakaða verður í reynd arftaki
einmitt hinna „opinberu" sovésku bókmennta. Þær fengust við að
bæta ímynd Stórfyrirtækisins mikla, Flokksins og Ríkis hans - nú
fer sköpunargáfa Vavilens í það að koma Vörumerkjunum miklu
(gosi, sígarettum, ilmvötnum) inn í rússneska vitund með út-
smognum leik að sögu og samtíð Rússlands. I báðum dæmum eru
menn að „sinna pöntun samfélagsins" eða gerast „verkfræðingar
mannssálarinnar", eins og Stalín sjálfur komst að orði.
í annan stað hefur Pelevin eins og risið upp úr „svartnættinu"
með því að láta grimma útmálun ofbeldis víkja fyrir útsmognu
háði um ævintýri vitundariðnaðarins þar sem manneskjan er sem
óðast að hverfa - enda er hún varla orðin annað en „sjónvarpsdag-
skrá sem horfir á sjónvarpsdagskrá."54 Hann reynir ekki að hressa
lesendur á gömlum eða nýjum vonum, enda er sá heimur sem
hann sýnir lesendum fullur óreiðu og óskiljanlegur. En hann held-
ur með sínum svarta húmor uppi marksækinni skothríð á þá sem
stjórna eða halda að þeir stjórni nýju Rússlandi: á auðjöfra og
52 Viðtal við Moskovskije novosti, 36, 2000.
53 Viktor Pelevin, Generation P. Moskvu 2000, bls. 18.
54 Sama rit, bls. 117.