Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 150
376
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
um (background assumptions), tengdum lífssýn og tilfinningum,
varðandi eðli manns og samfélags, tengsl hins einstaka og almenna
eða einstakra kerfa þjóðfélagsins, t.d. efnahags og stjórnmála.9 I
slíkum tilvikum má segja með nokkrum sanni að hin kenningar-
legu sjónarmið orki á svipaðan hátt og stórsögur eftir skilningi
Sigurðar Gylfa.
Þegar allt kemur til alls álít ég, gagnstætt Sigurði Gylfa, að tor-
velt sé að gera skýran greinarmun á kenningum og kenningarleg-
um sjónarmiðum/stórsögum. Þær tilgátur sem menn ganga út frá
í sagnfræði eiga sér stoð í kenningum og styðjast þar með við
söguspekileg viðhorf - hvers eðlis samfélagið sé, hvað ráði gangi
sögunnar (atburðarás), hvernig einn þáttur samfélags tengist öðr-
um, t.d. efnahagsmál stjórnmálum, o.s.frv.10 Ymsum sem hallast
að póstmódernisma, þ. á m. viðmælanda mínum, er bersýnilega
óljúft að horfast í augu við þetta; í andófi sínu gegn „stórsögun-
um“ - sem vissulega er hollt að vera á varðbergi gagnvart - vilja
þeir trúa því að þeir séu yfir þær hafnir eða óháðir þeim. Svo er nú
ekki, hvað sem allri óskhyggju líður. Um þetta vitna m.a. skrif Sig-
urðar Gylfa. Hann samsamar sig svokölluðu kaótísku, póst-
módernísku ástandi (SGM II, bls. 151). Hér er á ferðinni ný „stór-
saga“ sem styðst við ákveðnar söguspekilegar hugmyndir um eðli
9 Sjá Alvin W. Gouldner, The Coming Crisis of Western Sociology (Lundúnum,
1971), bls. 29-35. - í umfjöllun um þjóðfélagskenningar greinir Gouldner á
gagnlegan hátt milli „explicitly formulated assumptions, which may be called
‘postulations’ ... [and] a second set of assumptions that are unpostulated and
unlabeled, and these I will call ‘background assumptions’“ (bls. 29). Þegar kem-
ur að vali á kenningum, verður einatt mjótt á mununum milli raka og tilfinn-
inga. Sjá einnig Jörn Rúsen, Rekonstruktion der Vergangenheit. Grundziige
einer Historik II. Die Prinzipien der historischen Forschung (Göttingen, 1986),
bls. 47-60.
10 Sigurður Gylfi heldur því fram að þetta sé einkaskoðun mín, en því fer víðs
fjarri. Enskur sagnfræðingur, John Tosh, höfundur hins velþekkta rits, The
Pursuit of History. Aims, methods and new directions in the study of history. 2.
útg. (Lundúnum, 1991), orðar t.d. þessa hugsun þannig: „A hypothesis is not
just a preliminary assessment of a particular historical conjuncture in its own
terms; it usually reflects certain assumptions about the nature of society and of
the historical process as a whole; in other words, historical hypothesis amount
to an application of theory“ (bls. 154).