Skírnir - 01.09.2003, Síða 152
378
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
hnattvæðingarinnar.11 Og þótt reglur félagslífsins séu vissulega
orðnar margbrotnari nú á tímum fjölmenningar en gerðist áður í
einsleitari samfélögum, er vandalaust að sýna fram á virkni þeirra
og áhrifamátt. Af þessum sökum m.a. finn ég ekki hjá mér hvöt til
þess að leggjast sérstaklega á sveif með þeim sem skynja heiminn í
líki hins póstmóderníska ástands sem svo er kallað. Á hinn bóginn
ætla ég mér ekki þá dul að snúa Sigurði Gylfa til fylgis við þá
mynd sem við mér blasir af heiminum. Ég ætlast aðeins til þess að
menn virði ólíkar skoðanir sem uppi eru, jafnt í fræðunum sem
annars staðar, og láti vera að kalla andmælendur sína stofnana-
þjónkendur eða andlega útilegumenn (sbr. SGM I, bls. 390; II, bls.
156). Eitt er rökræða, annað eru glósur.
Að þessu sögðu vík ég að einstökum atriðum í málflutningi
Sigurðar Gylfa þar sem hann hallar beinlínis réttu máli eða fer
vegavillt í túlkun á fræðum mínum og skoðunum. Um ýmislegt í
málflutningi hans sýnist mér eiga við orð sálmaskáldsins: „Þetta
sem helzt nú varast vann / varð þó að koma yfir hann.“12
3. Frœðileg þekking
Sigurður Gylfi eyðir alllöngu máli í að útlista eðli sögulegrar
þekkingar - að sagnfræði sé „orðræða um fortíðina, en ekki for-
tíðin sjálf endurborin. Hún er mannanna verk, niðurstaða sagn-
fræðingsins“ (SGM I, bls. 387-388). Ekki er fullljóst hverjum er
ætlað að taka þessi sannindi til sín sérstaklega; hér eru á ferðinni
sjálfsagðir hlutir sem kenndir hafa verið lengi vítt um lönd í nám-
skeiðum fyrir byrjendur í sagnfræðilegum aðferðum.13 Óbeint
11 Sjá Karl Marx og Friedrich Engels, Kommúnistaávarpið (Reykjavík, 1948), bls.
94-96; Karl Marx, Das Kapital. Kritik der politischen Ökonomie. 1. b.
(Vín-Berlín, 1932), bls. 801-804. (Ég undanskil hér boðskap hofunda um frels-
un öreiganna.) Sjá einnig David Held og Anthony McGrew, „The Great
Globalization Debate“. The Global Transformation Reader. An Introduction to
the Globalization Debate. Ritstj. D. Held og A. McGrew (Cambridge, 2000),
bls. 1—45.
12 Hallgrímur Pétursson, Sálmar og kvœði. 1. b. (Reykjavík, 1887), bls. 105 (27.
Passíusálmur).
13 Sjá t.d. tvö norræn inngangsrit í sagnfræðilegum aðferðum, H.P. Clausen,