Skírnir - 01.09.2003, Qupperneq 153
SKÍRNIR EFTIRMÁLI VIÐ ORÐASKIPTI: TÍU PUNKTAR 379
gefur viðmælandi þó í skyn (I, bls. 386) að ég sé annarrar skoðun-
ar, en svo er ekki. í þessu sambandi vísa ég t.d. til ritgerðar sem ég
birti í Sögu fyrir réttum aldarfjórðungi.14 Raunar er skylt að bæta
því við að sagnfræði á hér í eðli sínu samleið með öðrum fræðum,
hvort sem þau eru kennd við náttúru eða menningu.15
4. Dregið í dilka
Sigurður Gylfi gagnrýnir mig fyrir að hafa dregið sig í dilk með
öðrum sem hann telur sig ekki eiga samleið með (SGM I, bls. 386).
Sannarlega orka flokkanir oft tvímælis; ég greindi vissan efnisleg-
an skyldleika með riti Guðmundar á Egilsá, Þjóðlíf og þjóðhættir,
og Sigurðar Gylfa, Lífshættir í Reykjavík; jafnframt tók ég fram að
rit hins síðarnefnda væri af öðrum toga, þ.e. „rannsóknarrit, á
mörkum þjóðfræði og sagnfræði ...“.16 Við þessa einkunn stend
ég þótt viðmælandi sjái ekki rök fyrir því að marka slík tengsl í
sagnritunarsamhengi.17
Sigurður Gylfi hafnar ekki aðeins dilkadrætti mínum, heldur
ræðir hann um það sem áráttu hjá mér „og fleirum að koma fræði-
mönnum fyrir í tilteknum hólfum og eyrnamerkja þá að gömlum
Hvad er historie (Kaupmannahöfn, 1963), bls. 53-55; Knut Kjeldstadli, Fortida
erikke hvad den engang var. En innfaring i historiefaget (Osló, 1992), bls. 34-38.
14 Loftur Guttormsson, „Sagnfræði og félagsfræði. Sambúðarvandamál þeirra
skoðuð í sögulegu ljósi. Fyrri hluti." Saga. Tímarit Sögufélags 16 (1978), bls.
217-220. - Af þessum sannindum dreg ég aftur á móti aðrar ályktanir en Sig-
urður Gylfi hvað varðar möguleikann á að afla traustrar þekkingar í sagnfræði;
sjá um þetta efni Rúsen, Rekonstruktion der Vergangenheit, bls. 87 o.áfr.;
Georg Henrik von Wright, Explanation and Understanding (Lundúnum,
1971), bls. 153-167.
15 Sjá Ian Hacking, ,„Stíll‘ fyrir sagnfræðinga og heimspekinga." Heimspeki á
tuttugustu öld. Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar. Ritstj. Einar Logi
Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (Heimskringla, 1994), bls. 243-265.
16 Loftur Guttormsson: „Rannsóknir á félagssögu 19. og 20. aldar.“ Saga 38
(2000), bls. 142.
17 Sigurður Gylfi bætir við: „... nema menn líti svo á að sagnfræðin snúist um að
búa til safn til sögu landsins" (SGM I, bls. 386). Hér er skylt að hafa hugfast að
höfundur sagnfræðirits hefur ekki vald á því hvernig verk hans er notað af fag-
félögum hans eða leikmönnum. Vel má hugsa sér að sá sem vildi bera saman
lífshætti íslendinga í strjálbýli og þéttbýli upp úr aldamótunum 1900 teldi
henta að styðjast m.a. við tvö umrædd rit í því skyni.