Skírnir - 01.09.2003, Page 154
380
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
og góðum sið.“ Hann bætir við: „En vandinn við slíkar eyrna-
merkingar í háskólasamfélaginu er sá að þær hefta frelsi fræðilegra
hugsana" (II, bls. 128-129). Þrátt fyrir þessi alvarlegu varnaðarorð
hikar hann ekki við að skipa mér í hina og þessa flokka eða gera
mig að fulltrúa fyrir þá. Eg nefni hér á eftir tvö dæmi þar sem hann
gerir mig, í fyrsta lagi, að ómedvitudum áhanganda „stórsögu" og,
í öðru lagi, að sérstökum talsmanni og iðkanda yfirlitssöguritunar.
5. Hvað gerir upplýsingu að stórsögu ?
Svo er að skilja málflutning Sigurðar Gylfa að ég sé meðal „þeirra
stórsögumanna sem hafa tileinkað sér hugmyndir um upplýsing-
una og framfaratrú" (SGM II, bls. 147). Til sannindamerkis bend-
ir hann á að ég hafi ritað um „upplýsinguna og áhrif hennar á
alþýðuna ... tekið þátt í ritun kristnisögu," hvort tveggja að sögn
gott dæmi um stórsögu (I, bls. 398). Svo kynlegt sem það er, virð-
ist hann álíta að efnisval og viðfangsefni sagnfræðinga - hvort þeir
fjalli um söguleg fyrirbæri eins og „nývæðingu, upplýsingu, kristni,
sósíalisma ..." (SGM II, bls. 145) - skeri úr um það hvort þeir eigi
skilið að kallast „stórsögumenn". Skyldu ekki efnistök, skýringar
og túlkanir skipta hér mestu máli?18
Sigurður Gylfi leitast við að styðja mál sitt með dæmi af læsis-
rannsóknum mínum á síðustu áratugum. Hann segir:
... Loftur ritar þar rannsóknarniðurstöður sínar inn í mót tveggja stór-
sagna sem haldast í hendur, nefnilega nývæðingu og upplýsingu, sem stýra
áherslum hans við rannsóknina. Þannig kemst Loftur að því að læsi hafi
náð almennri útbreiðslu hér á landi fyrir tilstuðlan kirkju (píetismans) og
ríkis sem á tímum upplýsingar var að tileinka sér framsæknar hugmyndir
um þátttöku þegnanna í samfélagsheildinni. Stórsögurnar leiða hann
ómeðvitað að þessari niðurstöðu, en þar kemur fram trúin á framfarir og
markvissa framþróun samfélagsins [leturbreyting mín]. (SGM I, bls. 392)
Þessari niðurstöðu kveðst Sigurður Gylfi hafa andmælt í rann-
sóknarritum „með því að leita eftir skýringum á stöðu menning-
18 Sigurður Gylfi eignar mér pólitískar skoðanir „sem kenndar hafa verið við Karl
Marx ...“ (SGM I, bls. 398), en hann gerir enga tilraun til þess að sýna fram á
áhrif þeirra á fræðimennsku mína.