Skírnir - 01.09.2003, Page 156
382
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
Það þarf líka furðu frjálslega túlkun til þess að gera mig að því
sem Sigurður Gylfi kallar ómeðvitaðan áhanganda upplýsingar-
hugmyndafræði. Ég fjalla þvert á móti um upplýsinguna gagngert
sem hugmyndastraum menntaðrar yfirstéttar er lýsi öðru fremur
sjálfsskilningi hennar, viðhorfum og þjóðfélagslegri stöðu.22 Og af
því að Sigurður Gylfi gerir upplýsingu og nývæðingu að helstu
fulltrúum „stórsögu" í sagnritun (sem ég á að vera svo hallur und-
ir), bendi ég á að fyrir tveimur áratugum gagnrýndi ég túlkanir í
hugarfarssögu sem nærðust á framfarahyggju og nývæðingarsjón-
armiðum.23 Hvort þar voru að verki áhrif frá póstmódernisma læt
ég öðrum eftir að dæma.
6. Yfirlit að engu hafandi?
Sigurður Gylfi gerir mig að sérstökum talsmanni og iðkanda yfir-
litssögu (SGM: „Einvæðing sögunnar", bls. 126).24 Það virðist hafa
farið fyrir brjóstið á honum að ég lét þá skoðun í ljós fyrir þrem-
ur árum að vant væri „yfirlitssögu í anda hinnar nýju félags- og
menningarsögu.“25 Ég er raunar enn sömu skoðunar; en vandséð
er á hvaða nótum ræða skal þessa grein sagnritunar við þann sem
hafnar henni en bloc með þeim rökum að hún byggist á „fjölsögu-
legum“ (makróhistorískum) rannsóknum og „stórsögulegum“
tengingum (sjá SGM I, bls. 393—395);26 samkvæmt því sem áður er
fram komið (sjá framar, bls. 376) væri rökrétt afleiðing slíkrar af-
stöðu að gefa sagnritun yfirhöfuð upp á bátinn. - Hvað sem
22 Loftur Guttormsson, „Fræðslumál", bls. 178-182, og „Uppeldi og samfélag á
upplýsingaröld“. Saga 26 (1988), bls. 31-37.
23 Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til
félagslegrar og lýðfrxðilegrar greiningar (Reykjavík, 1983), bls. 28-29.
24 Sjá einnig Sigurð Gylfa Magnússon, „Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin veg-
in.“ Saga 41,1 (2003), bls. 34-35.
25 Loftur Guttormsson: „Rannsóknir á félagssögu 19. og 20. aldar“, bls. 154.
26 Sigurður Gylfi segir á einum stað: „Mér virðist hugmyndafræði yfirlitsritanna
byggjast á þeim skilningi á hlutverki sagnfræðinnar að hún geti endurgert for-
tíðina og fyllt upp í þær eyður sem blasa við“ (SGM I, bls. 381). Óljóst er, svo
að dæmi sé tekið, hví reyna ætti meira á getu til „eyðufyllingar" hjá sagnfræð-
ingi sem ritar sögu Reykjavíkur en hinum sem tekur saman sögu Odda á Rang-
árvöllum.