Skírnir - 01.09.2003, Page 157
SKÍRNIR EFTIRMÁLI VIÐ ORÐASKIPTI: TÍU PUNKTAR 383
líður sérstæðum sjónarmiðum Sigurðar Gylfa blasir við að yfir-
litssöguritun er löngu viðurkennd sem mikilvæg grein sagnritun-
ar, ekki síst í ljósi þess miðlunarhlutverks sem hún gegnir gagnvart
almenningi. Yfirlitsrit í sagnfræði eru hvorki góð eða léleg í eðli
sínu; líkt og önnur fræðirit eru þau misjöfn að gæðum, allt eftir
því hvernig höfundum tekst að skapa skilning og dýpka sýn á við-
fangsefnið.
Gagnstætt því sem Sigurður Gylfi gefur í skyn, get ég ekki
státað af miklu í yfirlitssöguritun og eftir því geta verk mín naum-
ast talist mjög verðugur skotspónn.27 Að undanskildum fáeinum
ritum eru flest birt verk mín greinargerðir fyrir eigin frumrann-
sóknum. Þetta gildir einnig að nokkru leyti um framlag mitt til
fjölbindaverksins Kristni á Islandi sem Hjalti Hugason ritstýrði
og út kom aldamótaárið;28 þetta verk álítur viðmælandi gott dæmi
um „stórsögu" og léttvægt eftir því.29 Álit hans stangast raunar á
við dóma annarra gagnrýnenda sem um hafa fjallað.30
7. Fagleg umræða?
Sigurður Gylfi fjallar í löngu máli um hugarfarssögu, þróun henn-
ar og áhrif á félagssögu. Hér kemur fátt nýtt fram sem máli skipt-
ir um þau atriði sem ég gerði athugasemdir við í Skírnismálum.
Efnistök hans vekja aftur á móti athygli: Annars vegar kveður
hann nauðsynlegt „að horfa á þessa þróun alla í samhengi ...“
sagnritunar (SGM II, bls. 131), líkt og ég hafði bent á í athuga-
semdum mínum. I þessu ljósi viðurkennir hann að hugarfarssagan
27 Sigurður Gylfi reynir að gera hlut rainn meiri að þessu leyti með því að merkja
óbirt rit, sem ég á aðild að og er á samningarstigi, sem „yfirlitsrit um alþýðu-
menningu á íslandi á nítjándu og tuttugustu öld“, sjá ritgerð hans, „Aðferð í
uppnámi", bls. 37. - Ekki veit ég hvar viðmælandi hefur fengið þessa hugmynd.
28 Sjá Gunnar Karlsson, „Verkið sem tókst að vinna. Um Kristni á Islandi sem al-
mennt yfirlitsrit". Kristni á Islandi. Utgáfumálþing á Akureyri 15. apríl 2000 og
í Reykjavík 23. október 2000. Ágústa Þorbergsdóttir MA bjó til prentunar
(Reykjavík, 2001), bls. 83.
29 Sigurður Gylfi Magnússon: „Aðferð í uppnámi“, bls. 41.
30 Sjá Kristni á íslandi. Útgáfumálþing á Akureyri 15. apríl 2000 og í Reykjavík
23. október 2000. Ágústa Þorbergsdóttir MA bjó til prentunar (Reykjavík,
2001).