Skírnir - 01.09.2003, Page 160
386
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
benda til þess að „hugsjónum" manna farnist betur við slíkar að-
stæður en þær sem sagnfræðingar af minni kynslóð bjuggu við.
Hér skiptir mestu máli að lífssýn manna fái að njóta sín eðlilega
við tök þeirra á viðfangsefninu hverju sinni.
10. Til varnar hverju?
Til þess að vekja umræðu og athygli hentar ef til vill að ganga
óhikað fram undir einu flaggi eftir beinni braut. Einsöguskrif Sig-
urðar Gylfa eru brennd marki einstefnuhugsunar. I þeirri umræðu
sem af hefur sprottið einblínir hann á eigin hugðarefni („huglæga
reynslu fólks í fortíðinni“) og þær rannsóknaraðferðir sem hann
telur henta þeim.34 Til þess að umræða um eðli, hlutverk og gildi
sagnfræðilegrar þekkingar verði uppbyggileg, þarf að mínu viti að
sýna umburðarlyndi og víðsýni. Slík umræða verður að taka fullt
tillit til þess að forvitnin sem leiðir menn á vit fortíðar - söguvit-
undin sem þýska sagnfræðingnum Jörn Riisen verður svo tíðrætt
um35 - vekur ótal spurningar sem kalla á ólíkar og fjölbreytilegar
nálganir, tilgátur, kenningar, aðferðir og skýringarlíkön. I þessu
samhengi má vera ljóst að ókleift er að ákveða fyrirfram hvort bet-
ur henti t.d. megindlegar eða eigindlegar rannsóknaraðferðir; það
fer allt eftir eðli viðfangsefnisins. Hvernig getur Sigurður Gylfi
ætlast til að vera tekinn alvarlega með því að fordæma „aðferða-
fræðilega fjölbreytni" af þessum toga (sjá LG, bls. 470)?
Sigurður Gylfi lætur svo sem sagnfræði við árþúsundamót sé
umsetin borg sem riði til falls nema menn komi henni til varnar.
Af lýsingu hans mætti ætla að sagnfræðingar upp til hópa séu hálf-
gerðir einfeldningar sem vita ekki hvað þeir gera: þeir haldi að
hægt sé að galdra fortíðina fram, „endurgera veruleikann eins og
hann var ..." (SGM II, bls. 157). En á öllum blaðsíðunum sextíu
34 Hér birtist hneigð sem enski sagnfræðingurinn David Cannadine hefur nýlega
varað við: „The rise of so many new sub-specialisms threatens to produce a
sort of sub-disciplinary chauvinism, where some practitioners insistently assert
the primacy of their approach to the past and show little sympathy, or
knowledge of, other approaches" („Preface". What is History Nou>?, bls. xi).
35 Sjá Jörn Riisen, Historische Vernuft. Grundziige einer Historik I. Die
Grundlagen der Geschichtswissenschaft (Göttingen, 1983), bls. 48-57.