Skírnir - 01.09.2003, Page 164
390
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Skömmu síðar tekur höfundur enn í sama streng: „Kenningar
Renans hafa síðan talist einn af hornsteinum þess sem nefnt hefur
verið einstaklingsbundin-frjálslynd þjóðernisstefna." Og í annarri
grein segir hann á sama hátt að orð Renans hafi „staðist betur tím-
ans tönn en flest það sem um þessi mál hefur verið sagt síðan."3
Guðmundur Hálfdanarson er ekki einn á báti í þessum um-
ræðum á Islandi, því rétt á undan hafði annar höfundur, Arnar
Guðmundsson, komist að orði á nokkuð svipaðan hátt. Reyndar
byrjar hann ekki á sama punkti, því hann er að tala um „ímynduð
samfélög“ og vill ákvarða þau með því að utan um þau sé einhver
föst markalína:
„Grundvallaratriði ímyndaðs samfélags er að það á sér landa-
mæri, skilgreiningu á því hverjir séu innan samfélagsins og hverjir
utan þess.“ Síðan telur Arnar upp nokkra þætti sem notaðir hafi
verið til að draga slík landamæri, en stekkur svo frá því yfir í al-
menna skilgreiningu á því hvað sé þjóð og finnur þá Renan,
reyndar með fríðu föruneyti:
En þótt þessir þættir (einn eða fleiri) séu almennt notaðir til að skilgreina
þjóðir er enginn þeirra algerlega nauðsynlegur eða nægur einn og sér til
þess að mynda „þjóð“. Niðurstaða fræðimanna, allt frá tímum franska
sagnfræðingsins Ernest Renan (sem skrifaði um efnið 1882) til nútímans,
er að sameiginlegur vilji fólksins til að mynda þjóð ráði hér úrslitum.
Þessi vilji hefur verið nefndur þjóðernishyggja.4
Vera má að lesandinn verði dálítið ringlaður yfir þessu heljar-
stökki, því „landamæri ímyndaðs þjóðfélags" og „sameiginlegur
vilji fólksins til að mynda þjóð“ er að vísu hvort með sínum hætti
og allmargir rökliðir, og kannske fleiri liðir, þar á milli. Svo finnst
manni líklegt, merkingarinnar vegna, að síðasta orðið hefði átt að
vera „þjóðerniskennd“ eða „þjóðernisvitund" en ekki „þjóðernis-
hyggja“. En látum það vera. Kjarni málsins er að skilgreining Ren-
ans skipar svo háan sess að til hennar er gripið jafnvel þar sem hún
á ekki fyllilega við.
3 Guðmundur Hálfdanarson: „Þjóð og minningar", íslenska söguþingið. Rdð-
stefnurit I, Reykjavík 1998, bls. 359.
4 Arnar Guðmundsson: „Mýtan um ísland“, Skírnir 169, 1995, bls. 98.