Skírnir - 01.09.2003, Síða 166
392
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
lok, þau sem skiptu máli fyrir framtíðina. Fyrir þá sök var fyrirlest-
urinn í augum hinna virðulegu prófessora vissulega „annálaður".
En það er hins vegar sameiginlegt bæði með Guðmundi og
Arnari og svo sögukennurunum frönsku að hvorugir telja ómaks-
ins vert að rekja röksemdafærslu Renans. I Sorbonne virtist sú
vera skoðun manna að hinar meitluðu setningar hans segðu í raun-
inni allt sem þyrfti að segja, þær orðuðu sannleikann þannig að
ekki væri meira að gera en læra þær utanbókar. Svo er hins vegar
að sjá að Guðmundur Hálfdanarson vilji, eins og ýmsir aðrir,
skáka í skjóli einhverrar fræðimannaskjaldborgar, einhvers con-
sensus sapientium eina ferðina enn. Renan var hinn mesti fræði-
maður - og á það geta víst fáir borið brigður eða haft á því
nokkurn fyrirvara, því Sigurður Nordal var að ég best veit síðasti
íslendingurinn sem þekkti eitthvað til verka hans,6 síðan spyrja
sagnfræðingar bara, eins og þeir hafa gert í mín eyru, „hver var
þessi andsk. Renan?“ - og á skilgreiningar hans hafa aðrir fræði-
menn fallist allar götur síðan. Hver þorir að ganga á hólm við svo
glæsta fylkingu?
En gallinn við þessar setningar sem menn hafa eftir Renan er sá
að þær eru harla óljósar og myrkar. Hvað er „sameiginlegur vilji
fólks“ og hvernig á að meta hann eða ganga úr skugga um að hann
sé yfirleitt til staðar? Með skoðanakönnunum eða kannske með
þjóðaratkvæðagreiðslu - en þá er býsna hætt við að slík „þjóðar-
atkvæðagreiðsla" verði hringavitleysa. Hvað í ósköpunum er svo
átt við með því að „líf þjóðar sé dagleg atkvæðagreiðsla" ? Er þessi
„sameiginlegi vilji“ nægilegur út af fyrir sig til að mynda þjóð án
nokkurs annars, eða þurfa fleiri atriði að koma til, og þá hver? Ef
þættir eins og „kynþættir, tungumál, trú, sameiginlegir hagsmun-
ir og landafræði“ duga ekki til að skilgreina þjóðerni, eins og Ren-
an telur, eru þeir þá óþarfir með öllu og ekki inni í myndinni, eða
leika þeir eitthvert hlutverk og þá hvert? Eða þarf kannske ein-
hverja enn aðra þætti? Renan nefnir „sameiginlegar endurminn-
6 Sbr. Völuspá, Sigurður Nordal gaf út, Reykjavík 1952, bls. 28. - Svo er að sjá að
lítið sem ekkert hafi verið skrifað um Renan á íslensku nema grein Thoru Frið-
riksson, „Ernest Renan 1823-1923, aldarminning“, Iðunn 1923-1924, bls. 39-56.