Skírnir - 01.09.2003, Page 168
394
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
um þau atriði, fimm talsins, sem hafa að sögn verið talin grund-
völlur þess sem nefnt er „þjóð“, og loks niðurstaða, sú kenning
sem boðuð er þegar annað hefur verið hrakið.
í upphafi máls síns segist meistarinn ætla að fjalla um „hug-
mynd sem virðist skýr en gefur tilefni til hins hættulegasta mis-
skilnings.“ Hann telur upp nokkrar þær myndir sem „samfélög
manna" hafi tekið á sig í tímans rás, frá tímum Egypta til samtím-
ans, og nefnir þá í belg og biðu, innan um margt annað, „borg-
ríki“, „föðurlandslausa trúflokka eins og Israelíta og Parsa",
„skyldleikahópa eins og þá sem kynþáttur eða öllu heldur tungu-
mál mynda milli hinna ýmsu greina Germana og Slava", og jafn-
framt „þjóðir (nations) eins og Frakkland, England og flestar sjálf-
stæðar heildir (autonomies) Evrópu". Þessum myndum segir hann
síðan að ekki megi rugla saman, og bætir við:
Á tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar héldu menn að hægt væri að
beita stjórnkerfi lítilla sjálfstæðra borga eins og Spörtu og Rómar í okkar
stóru þjóðum (nations) sem telja frá þrjátíu og upp í fjörutíu miljónir
sálna. Nú á dögum gera menn enn alvarlegri skyssu: menn rugla saman
kynþætti og þjóð (nation) og menn eigna þjóðfræðilegum eða öllu held-
ur tungumálslegum hópum sjálfstæði (souveraineté) af sama tagi og það
sem tilheyrir þeim þjóðum (peuples) sem eru raunverulega til.8
í þessum fáu orðum er margs að gæta. Ekki er í fyrsta lagi víst að
íslenskum lesendum sé fullljóst hvað felst í þeirri sögulegu tilvís-
un sem meistarinn byrjar á, en hann er hér að vísa til þess að þeg-
ar lýðræði komst fyrst á dagskrá í Frakklandi þekktu menn ekki
dæmi um annað stjórnarform af því tagi en það sem tíðkast hafði
í borgríkjum fornaldarinnar og tók sinn tíma að finna lýðræðislegt
stjórnarform sem hentaði stærri heildum. En um leið og á þetta er
litið er nokkuð augljóst að samanburðurinn sem liggur í orðum
meistarans er út í hött: það að þreifa sig áfram með nýtt stjórnar-
form og svo skilgreining á því hvað „þjóð“ sé í sjálfu sér er tvennt
gerólíkt, annað tilheyrir sennilega fyrst og fremst stjórnmálafræð-
um en hitt er hluti af sögu, mannfræði og heimspeki, og ef um
8 ívitnað rit, bls. 37.