Skírnir - 01.09.2003, Page 169
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
395
„skyssur" varðandi þetta tvennt er að ræða, eru þær ekki á sömu
hillu veruleikans og ekki sambærilegar.
En svo er annað. Með því að tala um að menn „rugli saman“ því
sem hann kallar „þjóðfræðilega (ethnographiques) eða tungumáls-
lega hópa“ og „þjóðum sem raunverulega eru til“ og kalla það
„skyssu“ er meistarinn í raun og veru að loka fyrirfram þeirri leið
sem margir myndu byrja á að þræða ef þeir ætluðu að finna ein-
hverja skilgreiningu á því hvað sé „þjóð“. Orðanotkunin er einnig
nokkuð undarleg. Um sama fyrirbærið, „þjóð“, notar meistarinn
tvö orð, „nation" og „peuple", og verður hvergi séð í skrifum hans
að á þeim sé nokkur merkingarmunur. Fyrirlesturinn snýst þó ein-
ungis um skilgreiningu annars þeirra, hitt virðist einna helst vera
óformlegt, og kannske eilítið rúmt, samheiti þess, eins og til að
forðast endurtekningar og einhæfni í stíl. En þessi tvískinnungur
gerir meistaranum þó kleift að slá fram fullyrðingum um „þjóð“
áður en hann hefur á nokkurn hátt skilgreint það hugtak, og gefa
sér þannig eitthvað fyrirfram. Orðið „souveraineté" er einnig tví-
rætt: beint liggur við að túlka það hér sem „sjálfstæða tilveru", en í
því getur líka falist „(stjórnarfarslegt) sjálfstæði“. Hvað í þessu
liggur verður framhaldið að leiða í ljós. En hvernig sem það er, má
segja að með því að mynda annars vegar tengsl milli fyrirbæra
stjórnmálanna og skilgreiningar á „þjóð“, þótt það sé í neikvæðum
samanburði á tveimur „skyssum", og skilja hins vegar rækilega á
milli „þjóðfræðilegra hópa“ og „þjóða sem raunverulega eru til“ -
og aðgreiningin er þeim mun meiri á frönsku en íslensku fyrir þá
sök að franskan notar hér tvö ólík orð eða orðstofna, „ethno-“ og
„peuple" þar sem íslenskan notar sama orðstofninn, „þjóð“ - er
meistarinn a.m.k. búinn að móta þær forsendur sem hann byggir
lokaniðurstöðu sína á. En ekki eru færð fram nein þau rök sem
knýi áheyranda eða lesanda til að fallast á þær forsendur.
Eftir að hafa sett viðfangsefnið fram á þennan hátt hækkar
meistarinn flugið í fyrsta hluta fyrirlestrarins og horfir nú yfir
mannkynssöguna í heild í leit að „þjóðum". í þessum kafla eru
nokkrar athugasemdir um sögu og tungumál sem mér finnst rétt
að skoða í öðru samhengi, en að öðru leyti er viðhorfið mjög ein-
falt: það sem meistarinn beinir sjónum sínum að eru valdstjórnar-