Skírnir - 01.09.2003, Page 172
398
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
ari niðurstöðu þarf meistarinn ekki aðeins að takmarka viðfangs-
efnið mjög verulega, útiloka fjölmargt sem menn hafa gjarnan lit-
ið á sem skilgreiningaratriði „þjóða“, heldur líka að setja e.k.
samasemmerki milli „þjóðar" og „föðurlands" og gefa sér heil-
margt annað að auki. Hvernig getur hann vitað að aldrei hafi ver-
ið til neinir „assýrskir föðurlandsvinir“ ?
Þetta gengur ekki fyllilega upp. Ein er sú valdstjórnareining
fornaldar sem fullnægir öllum þessum skilyrðum, og það er gríska
borgríkið. Hvers vegna vill meistarinn ekki skilgreina a.m.k. ein-
hver þeirra sem „þjóðir“? Því til útskýringar nefnir hann einungis
að borgríkin hafi aldrei ráðið yfir nema litlu landsvæði, en það
virðist út í hött, hann talar hvergi um neina lágmarksstærð
„þjóða“. Kannske er raunverulega ástæðan sú, sem mörgum dytti
í hug en meistarinn getur ekki nefnt, að borgríkin hafi hvort sem
er aldrei verið annað en brot af hinni miklu heild Hellena, og því
ekki verið „þjóðir" heldur hlutar af raunverulegri þjóð. Þegar
meistarinn heldur því fram að Tyrkjaveldi sé ekki „þjóð“, því inn-
an ramma þess séu „Tyrkir, Slavar, Grikkir, Armeningar, Sýrlend-
ingar og Kúrdar jafn aðgreindir enn í dag og þeir voru á tímum
landvinninganna“ vildi maður gjarnan fá skýringu á því hvað hann
álítur að Tyrkir, Slavar o.s.frv. séu í raun og veru. Ef þeir eru ekki
„þjóðir", á sama hátt t.d. og Hellenar hinir fornu voru að margra
dómi „þjóð“, hvað kemur þá í veg fyrir að íbúar Tyrkjaveldis falli
undir skilgreininguna? Samhengið gefur reyndar til kynna ákveð-
ið svar, eins og síðar verður fjallað um, en það er ekki orðað beint.
Forsendur meistarans eru skýrar og vel afmarkaðar, en í kenning-
um hans er einhver vofa á ferli. Það er ekki eins auðvelt að vísa á
bug „þjóðfræðilegum og tungumálslegum" rökum og hann telur.
III
Þungamiðjuna í orðræðu meistarans er að finna í öðrum hluta fyr-
irlestrarins. Þar tekst hann á við viðfangsefnið „hvað er þjóð?“ og
draga svo þá ályktun að fyrir þann tíma hafi það ekki verið til. í því sem á eft-
ir fer kemur svo skýrt í ljós að meistarinn álítur að í fornöld hafi ekki verið til
neinar „þjóðir“ í neinni þeirri merkingu sem hann skilgreinir það orð.