Skírnir - 01.09.2003, Side 173
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
399
veltir nú fyrir sér ýmsum skilgreiningaratriðum. Fyrst víkur hann
að þeirri kenningu „ýmissa stjórnmálafræðinga" að „þjóð sé fyrst
og fremst konungsætt", eins og hann orðar það, og byggist á forn-
um landvinningum sem almenningur sé búinn að gleyma. Þótt
hann bendi á að slík kenning sé engan veginn algild, enda geti
menn losað sig við konunga sína án þess að hætta að vera þjóð,
höfðar hún greinilega mikið til hans, a.m.k. virðist hún vera und-
irrót þeirrar hugmyndar í kaflanum á undan að Gallar hinir fornu
hafi ekki verið „þjóð“ m.a. af því að þeir höfðu enga slíka ætt, og
hann telur jafnframt að þjóðir Evrópu eigi rætur sínar að rekja til
„innrásanna á 5. öld“ og síðar, því Germanar hafi sett á fót „kon-
ungsættir og heraðal".12 En hann telur ljóst að auk „konungsætt-
arréttar" sé til einhver „þjóðarréttur" (droit national) - orðalagið
er hér athyglisvert - og þá kemur upp sú spurning á hverju hann
eigi að byggjast.
Eftir þetta tekur meistarinn til athugunar fimm atriði, sem e.t.v.
megi nota til að grundvalla slíkan „þjóðarrétt", sem sé kynþátt,
tungumál, trúarbrögð, hagsmunasamtök og landafræði. Það er
ekki fyllilega nákvæmt sem Guðmundur Hálfdanarson segir, að
hann komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra „dugi til vís-
indalegrar skilgreiningar á fyrirbærinu þjóð“. Meistarinn er ekki
að tala um „vísindalega skilgreiningu" heldur sjálfan grundvöll
„þjóða“ og að hans áliti felst hann ekki í neinu þeirra, það þarf
eitthvað allt annað að koma til. Eftir það sem hann sagði í inn-
ganginum kemur kannske á óvart að engin bein tengsl eru milli
þessara atriða í heild og þeirrar „þjóðfræðilegu" skilgreiningu sem
hann hafnaði í upphafi og kallaði „skyssu“, án þess að færa þá bein
rök fyrir því, þótt eitt eða tvö atriði eigi heima í því samhengi. Og
annað er undarlegra: þessi listi er mjög sundurlaus, erfitt er að sjá
að sum atriðin eigi nokkuð skylt við viðfangsefnið, en annað, sem
sumir myndu telja í beinum tengslum við grundvöll „þjóðernis",
vantar með öllu.
Þannig er augljóst að það sem meistarinn kallar „landafræði“
og skýrir svo nánar með því að nefna kenningu um „náttúruleg
12 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nationf, bls. 39.