Skírnir - 01.09.2003, Síða 175
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
401
landi, því valtari er eining Þýskalands, því Þýskaland vill ekki
sameiningu nema sem varúðarráðstöfun." „Þegar hættan er horf-
in, hverfur sameiningin og Þýskaland finnur brátt aftur sitt nátt-
úrulega eðli.“15 Vel má vera að í þessa átt hafi hugsanir ýmissa
áheyrenda hvarflað þegar þeir heyrðu orðið „Zollverein“.16 Það
væri a.m.k. ekki í eina skiptið, þegar meistarinn gefur eitthvað í
skyn í stað þess að bera fram bein rök, eins og síðar verður drep-
ið á.17
Þessi atriði tvö skipa þó ekki mikið rúm í máli meistarans. Efst
á blaði hans er „kynþáttur", og er sennilegt að margir myndu telja
að þar hafi hann rök að mæla án þess að þörf sé að rýna nokkuð
frekar í það. Samkvæmt rétttrúnaði nútímans getur „kynþáttur“
nefnilega aldrei verið neinn grundvöllur „þjóðar“, enda tæplega
nokkuð til sem heiti því nafni. Því er hætt við að ýmsum komi það
á óvart að meistarinn trúir því ekki aðeins að „kynþættir" séu til,
heldur líka að þeir séu „ójafnir“. I formála fyrir ritinu „Framtíð
vísindanna“, sem er skrifaður 1890, segir hann að þegar hann
samdi þetta rit, árið 1848, hafi hann ekki gert sér nógu skýra hug-
mynd um það hvað „kynþættirnir" væru ójafnir, og þegar hann
lítur síðan yfir framfarir í vísindum undanfarna fjóra áratugi segir
hann að menn hafi nú „gengið úr skugga um að kynþættirnir séu
ójafnir.“18 Þess vegna er forvitnilegt að sjá hvaða rök meistarinn
færir fyrir því að „kynþáttur“ geti ekki verið grundvöllur „þjóð-
En þar sem orðalag Renans er engan veginn hlutlaust, reyni ég að fara sem næst
frumtextanum, þótt þýðingin hljómi andkannalega á stundum.
15 Sbr. bls. 102-103.
16 A.m.k. er líklegt að meistarinn hafi átt ýmsa skoðanabræður. Georges Duby
vitnar í leiðara í frönsku blaði frá júlí 1914, þar sem talað er um „gervieiningu
Þýskalands" rúmum fjórum áratugum eftir sameininguna (Le dimanche de
Bouvines, París 2002, bls. 293).
17 Rétt er að geta þess að um sameiningu Þýskalands var skoðun meistarans nokk-
uð á reiki. í opnu bréfi til Davids Strauss, sem er dagsett 13. september 1870,
telur hann að þýskt þjóðerni hafi augljósan rétt á fullu sjálfstæði (sbr. Ernest
Renan: Qu’est-ce qu’une nationf, bls. 120). En þar leggur hann greinilega mik-
ið á sig, eins og viðmælandi hans reyndar líka, til að vera sem jákvæðastur og
sáttfúsastur.
18 „L’inégalité des races est constatée“, Ernest Renan: L’avenir de la science, Par-
ís 1995, bls. 73. Utdrátt úr þessum formála er einnig að finna í Ernest Renan:
Qu’est-ce qu’une nation?, sbr. bls. 60.