Skírnir - 01.09.2003, Page 176
402
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
ar“. En það er býsna erfitt að festa hendur á kenningu hans. Eins
og gjarnan var gert á þessum tíma notar hann orðið „kynþáttur" á
margvíslegan hátt, og þótt hann reyni að skýra málið með því að
gera greinarmun á tvenns konar merkingu á hann í mestu brösum
með að halda þeim aðskildum. Ef menn ætla að leita að nánari
skýringum í öðrum verkum hans, verður flækjan svo enn meiri -
það eru einungis mótsagnirnar sem koma skýrar í ljós.
Aðalröksemd meistarans er sú að „kynþættir“ hafi aldrei skipt
neinu máli þegar landamæri hafi verið dregin í Evrópu og kon-
ungsríki mynduð, og má það til sanns vegar færa, þótt erfitt sé að
sjá að það komi beint við skilgreiningu á því hvað sé „þjóð“. En
þetta verður um leið marklaust, því meistarinn ruglar svo kyrfi-
lega saman blóðskyldleika manna og svo því að menn tali tungu-
mál af sama málaflokki að engin leið er að greina úr því og bætir
svo gráu ofan á svart með því að tengja „þjóðfræði" (ethno-
graphie) við „kynþætti". í þessu sambandi getur hann því sagt:
„við myndun nútímaþjóða hefur ekkert tillit verið tekið til þjóð-
fræða“,19 átt þar við „kynþætti“, og skýrt það síðan á þennan hátt:
Frakkland er keltneskt, íberískt, germanskt. Þýskaland er germanskt,
keltneskt og slavneskt. Ítalía er það land þar sem þjóðfræðin er flóknust
(laplus embarrassée). Gallar, Etrúskar, Pelasgar og Grikkir eru þar hverj-
ir innan um aðra í óleysanlegri blöndu.
Notkun orðanna „íberískt" um Frakkland og „keltneskt" um
Þýskaland, svo og það sem um Ítalíu er sagt, tekur af allan vafa um
að meistarinn er ekki að tala um tungumál og þjóðhætti samtím-
ans. Þýskaland er að hans dómi á einhvern hátt „keltneskt" enn,
þótt þar hafi áreiðanlega ekki verið töluð keltnesk tunga í ein tvö
þúsund ár eða svo, og þessi forna „blöndun" - sem var kannske
fyrst og fremst fólgin í því að menn á einhverjum fornum tíma
tóku upp nýtt tungumál og runnu inn í aðra heild - finnst honum
sem sé rök gegn því að hægt sé að byggja fyrirbærið „þjóð“ á
„þjóðfræði“ hans eigin samtíma. I því sem síðan er sagt um Bret-
19 „La considération ethnographique n’a donc été pour rien dans la constitution
des nations modernes", Ernest Renan: Qu-est-ce qu’une nationf, bls. 46.