Skírnir - 01.09.2003, Page 177
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
403
landseyjar kemur þessi hugtakaruglingur svo alveg skýrt í ljós: „í
Bretlandseyjum í heild er að finna blöndun á keltnesku og germ-
önsku blóði í hlutföllum sem er einstaklega erfitt að greina."20
Þarna talar meistarinn um „keltneskt og germanskt blóð“, en í
ýmsum öðrum skrifum sínum kemst hann skýrara að orði. I
greininni „Styrjöldin milli Frakklands og Þýskalands" talar hann
þannig á einum stað um „germanskan, latneskan og slavneskan
kynþátt",21 og það er alveg augljóst að með slíku orðalagi á hann
ekki einfaldlega við menn sem tala germönsk mál, latnesk mál
o.s.frv. (þótt stundum virðist hann gera það), því í þessari sömu
grein tekur hann þetta fram:
Samkvæmt hinu mikla lögmáli sem vill að hinn upphaflegi kynþáttur
lands verði í tímans rás ofan á öllum innrásum, verður England hvern dag
meira keltneskt og minna germanskt; í hinni miklu baráttu kynþáttanna
stendur það með okkur. Bandalag Frakklands og Englands er byggt til að
standa í aldir.22
Með þessu rekur meistarinn smiðshöggið á þennan hátimbraða
hugtakarugling, og er litlu við að bæta. Ymsum kynni kannske að
finnast að hér sé morgunsól franskrar rökhyggju sokkin bak við
þess konar kúmúlónimbus að engin von sé til að sjá þar glóru, en
sennilega er ekki við meistarann að sakast, hann talar mál síns
tíma.23 En hvaða ályktun er svo hægt að draga af þessu? Ljóst er
að skilgreiningu á fyrirbærinu „þjóð“ er ekki hægt að byggja á
„kynþætti" í þeirri merkingu sem orðið er notað nú á dögum.
Málið horfir hins vegar öðruvísi við ef reynt er að ganga út frá for-
sendum meistarans, að svo miklu leyti sem hægt er að finna
nokkurn botn í þeim, en mér finnst skást að láta það liggja milli
20 Sama stað.
21 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 105.
22 Ivitnað rit, bls. 98.
23 í formála safnritsins Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nationf segir útgefandinn,
Joél Roman, að orðið „kynþáttur" sé víða notað í myndhverfðri merkingu í
verkum meistarans, og sé „dálítið hlægilegt" að hneykslast á því (bls. 24). En
þetta er yfirklór. Það er ekki hægt að afgreiða það einfaldlega sem „mynd-
hvörf“ ef kenningar meistarans stangast á við rétttrúnað nútímans, enda erfitt
að sjá um hvers konar „myndhvörf" ætti hér að vera að ræða.