Skírnir - 01.09.2003, Page 179
SKÍRNIR ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ 405
runi“ (fusion) íbúanna og nefnir tvennt sem hafi einkum stuðlað
að honum: germanskir innrásarmenn tóku upp trúarbrögð þeirra
sem voru fyrir í landinu, gerðust kristnir, og jafnframt „gleymdu
þeir sinni eigin tungu" - sonarsynir Clovis, Alarics og „Rollons“
(Göngu-Hrólfs) töluðu þegar rómönsku. Þetta ber hann svo sam-
an við íbúa Tyrkjaveldis, þar sem „Tyrkir, Slavar, Grikkir" o.s.frv.
eru enn „jafn aðgreindir og á tímum landvinninganna."24
Eftir þessu að dæma er tungumálið meginatriði (og reyndar
trúarbrögðin líka, a.m.k. á þessum fjarlægu tímum): Frakkar gátu
orðið „þjóð“ af því að þar ríkti rómönsk tunga, sem allir tóku
upp. í Tyrkjaveldi fór á aðra leið. Þess vegna kemur það nokkuð á
óvart hvernig meistarinn kúvendir snyrtilega þegar röðin kemur
síðan að tungumálinu í yfirlitinu um þau atriði sem menn telja
(ranglega) að fyrirbærið „þjóð“ geti byggst á, og slær því fram
strax í byrjun í stuttri og einfaldri setningu: „Það sem nú hefur
verið sagt um kynþætti verður einnig að segja um tungumálið."
Þetta skýrir hann svo nánar skömmu síðar: „Ástæðan fyrir því að
menn telja að tungumál hafi pólitískt mikilvægi er sú að menn líta
á þau sem merki um kynþætti. En ekkert er fjær sanni. I
Prússlandi þar sem menn tala nú ekkert nema þýsku var töluð
slavneska (svo) fyrir nokkrum öldum. Wales er enskumælandi
(svo).“ í leiðinni hnykkir hann á þessu með að segja: „Við töluð-
um áðan um hvað það væri ótilhlýðilegt að beygja alþjóðastjórn-
mál undir þjóðfræði. Það væri ekki síður ótilhlýðilegt að láta þau
vera komin undir samanburðarmálfræði." Þar sem orðið „áðan“
vísar hér til hugleiðinganna um „kynþætti", staðfestir þetta það
sem þegar hefur komið í ljós: meistarinn tengir „þjóðfræðin", sem
hann kallar svo, jafnan við „kynþætti" og ekki annað.
Ef það er nú villa að telja tungumál merki um „kynþætti“, eins
og það tvímælalaust er samkvæmt þeim skilgreiningum sem nú
eru við lýði, er meistarinn sjálfur tæplega saklaus af henni. Hvað
sem því líður er sú hliðstæða sem hann virðist hafa í huga, og gerir
það að verkum að hann telur svipuðu máli gegna um „kynþætti“
og tungumál, engan veginn ljós. Svo er þó helst að sjá að kjarni
24 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nationf, bls. 40.