Skírnir - 01.09.2003, Side 180
406
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
röksemdarinnar sé eitthvað á þá leið, þegar reynt er að finna skýr-
ar hugmyndir í fremur óljósu orðalagi, að þar sem tungumál sé
ekki merki um „kynþátt“ og „kynþáttur" geti hvort sem er ekki
verið grundvöllur undir fyrirbærið „þjóð“ sé tungumálið það enn
síður. Til þess að útiloka það enn rækilegar að „þjóð“ geti á
nokkurn hátt byggst á tungumáli á meistarinn til að rugla saman
tungutaki samtímans og löngu horfnum tungumálum, reyndar á
óljósan hátt og þó svo það rekist á við annað sem hann segir. Áður
var vitnað í harla loðin orð hans um að England verði stöðugt
„minna germanskt og meira keltneskt." í opnu bréfi sínu til
Davids Strauss segir hann á svipaðan hátt að ef Þjóðverjar geri
kröfur til Elsass á þeim forsendum að það hérað sé germanskt, geti
Frakkar svarað því með að benda á að það hafi áður verið kelt-
neskt, og þannig sé „keltneski rétturinn“ kominn á undan „germ-
anska réttinum", hvað sem þetta á í rauninni að þýða.25 En sú nið-
urstaða sem meistarinn kemst hér að felst eingöngu í forsendum
og hugtakaruglingi hans sjálfs. Ef menn líta svo á að tungumál og
„kynþáttur“ séu algerlega óskyld fyrirbæri, þannig að milli þeirra
verði engum merkingarbærum samanburði við komið, hvorki á
jákvæðan hátt né neikvæðan, dettur öll þessi röksemdafærsla um
sjálfa sig.
Því verður ekki sagt að sú hliðstæða sem meistarinn vill draga
milli kynþátta og tungumála greiði nokkuð úr þeirri flækju sem
þegar var komin, ef eitthvað er þykknar sortinn enn. En við hlið-
ina á þessum bollaleggingum færir meistarinn svo fram tvær rök-
semdir, gripnar út úr samtíma og sögu, sem eru í hans augum
kjarni málsins og reyndar samofnar í huga hans, og sýna endan-
lega, að hans dómi, að engin tengsl séu milli þjóðernis og tungu-
mála.
Fyrri röksemdin er komin lítt breytt úr opnu bréfi Fustels de
Coulanges til Mommsens frá 1870, og hljómar þannig: „Bandarík-
in og England, Spænska Ameríka og Spánn tala sama mál en
mynda ekki eina þjóð. Hins vegar telur Sviss, sem er svo vel gert
því það byggist á samþykki hinna ýmsu hluta þess, þrjú eða fjög-
25 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 155.