Skírnir - 01.09.2003, Side 181
SKÍRNIR ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ 407
ur tungumál." Þetta skýrir meistarinn svo með setningu sem er í
sjálfu sér myrk: „I manninum er nokkuð sem er ofar tungunni:
það er viljinn," en hann skýrir hana um leið: „Vilji Sviss til að vera
sameinað, þótt tungumálin séu fjölbreytt, er miklu mikilvægara en
sameining sem er oft fengin með þvingunum.“ í bréfi sínu hafði
Fustel de Coulanges nefnt enn eitt dæmi, því málsgrein hans byrj-
ar á orðunum: „Tungan er heldur ekki tákn um þjóðerni. I
Frakklandi eru töluð fimm tungumál, og þó efast enginn um þjóð-
areiningu okkar.“26 Þessu sleppir meistarinn, en þó er eins og orð
Fustels séu að bergmála í huga hans, því hann segir í staðinn: „Það
er heiður Frakklands að hafa aldrei reynt að sameina tungumálið
með þvingunum."27 Þannig verður þessi fyrsta röksemd þríþætt í
höndum meistarans: til eru mismunandi þjóðir sem tala þó sama
mál, menn sömu þjóðar geta talað mismunandi mál, og Frakkar,
sem eru eitt besta dæmið um „þjóð“, hafa aldrei reynt að þvinga
franskri tungu upp á landsmenn.
Þetta virðist skýrt, en rekst dálítið óþyrmilega á það sem
meistarinn hafði áður sagt um Germana þjóðflutningatímabilsins
sem urðu að steingleyma sínu eigin tungumáli til að Frakkar gætu
orðið „þjóð“. Ef það er nú rétt að Frakkar hafi aldrei reynt að
sameina tungumálið með þvingunum og það telst röksemd fyrir
því að tungumál sé ekki grundvöllur þjóðernis, hefði það þá kom-
ið að nokkurri sök þótt Germanar hefðu haldið fast við sitt tungu-
tak? Flér virðast ýmsar mótsagnir vera á kreiki, og á þær verður að
líta áður en hægt er að vega og meta röksemdina sjálfa. En ekki er
auðvelt að hafa á þeim hendur, því þær læðupokast víða.
Rétt er að staldra fyrst við það að meistarinn skuli hér sleppa
þeirri röksemd sem Fustel setur á oddinn, og hann virðist sjálfur á
einhvern hátt hafa í huga, að Frakkar séu „þjóð“ þótt „fimm
tungumál" séu töluð í landinu. Þótt hann sé að prédika yfir sann-
trúuðum, vill hann kannske forðast að einhver fari að bera saman
Frakkland og Sviss, sem Fustel nefndi í sömu andrá, og það rifjist
þá upp að í Sviss eru mörg opinber tungumál og hver maður hef-
26 Sbr. Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 260.
27 Tilvitnanirnar er að finna í Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 49-50.