Skírnir - 01.09.2003, Page 182
408
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
ur fullan rétt til að nota það tungumál landsins sem honum sýnist.
En slíkt verður seint sagt um Frakkland.
Það er nefnilega hætt við að ýmsum bregði illilega við þá napur-
legu sögufölsun að Frakkar hafi aldrei beitt neinum „þvingunum“ til
að fá menn í landinu til að taka upp frönsku. Sannleikurinn er ná-
kvæmlega þveröfugur, nema menn vilji vera með einhverjar
jesúítískar hártoganir með orðið „þvingun". Þó má segja meistaran-
um til nokkurra málsbóta að þessi orð voru mælt rétt áður en loka-
hríðin hófst gegn þeirri bretónsku tungu sem hann hafði sjálfur alist
upp við í Tréguier á norðurströnd Bretaníuskaga og farið var að beita
skólakerfinu til að berja miskunnarlaust niður öll önnur tungumál í
Frakklandi en frönsku með það yfirlýsta markmið að útrýma þeim.
Lög um skólaskyldu sem stefndu að þessu voru samþykkt á franska
þinginu þetta sama ár, 1882, eftir að hafa verið lengi í undirbúningi.
En markmiðið hafði verið mótað fyrir löngu, og það hlaut meistar-
inn að vita. Að þessu leyti er samanburðurinn við Sviss æpandi.
Síðan á endurreisnartímanum hafa frönsk yfirvöld í raun og
veru aldrei látið viðgangast að nokkur önnur mál en franska væru
notuð innan landamæra Frakklands. En rétt er að geta þess að
þessi stefna hefur tekið á sig ýmsar myndir í tímans rás. Fyrir
stjórnarbyltinguna létu yfirvöldin afskiptalaust hvaða mál bænd-
ur og önnur alþýða talaði, þetta fólk var hvort sem er utan hins
eiginlega þjóðfélags, það var ekki skrifandi og tók því ekki þátt í
neinu opinberu lífi. Einungis var talið mikilvægt að knýja
yfirstéttirnar til að taka upp frönsku, og var sú stefna fyrst mótuð
með tilskipuninni í Villers-Cotterets, 1539, um að einungis skyldi
notuð franska í opinberum skjölum. Menn telja þó að henni hafi
einkum verið beint gegn latínu og hafi hún verið frjálsleg gagnvart
ýmsum mállýskum. En upp úr miðri 17. öld varð stefnan harðari:
í hvert skipti sem Frakkar innlimuðu eitthvert landsvæði, þar sem
annað tungumál var talað, leið ekki á löngu áður en tilskipun var
gefin út um að þar mætti eingöngu nota frönsku, og því var bein-
línis stefnt gegn máli héraðsins.28
28 Listann geta menn séð í Michel de Certeau, Dominique Julia, Jacques Revel:
Vne politique de la langue, París 2002, sbr. bls. 11 og 357.