Skírnir - 01.09.2003, Side 184
410
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Frédéric Mistral, síðar Nóbelsverðlaunaskáld, fyrir hörðum árás-
um fyrir að semja verk sín á tungumáli trúbadúranna, próvensku,
sem var hans móðurmál í Rhóne-dalnum suður: hann var einmitt
sakaður um „aðskilnaðarstefnu“ fyrir bragðið, og þær árásir
hörðnuðu eftir 1870.32 Það fer ekki miklum sögum af því, svo ég
viti til, að Svisslendingar hafi hneykslast á því að einhver landi
þeirra skyldi skrifa á einu máli landsins fremur en öðru. Þegar
Napóleon 3. var fallinn og lýðveldissinnar búnir að festa sig í sessi,
var svo þráðurinn tekinn upp aftur frá byltingunni, frá Grégoire
ábóta og Barére, en með enn meiri hörku en áður, því nú skyldi
látið til skarar skríða, og þetta var allt í bígerð þegar meistarinn
hélt sinn fyrirlestur í Sorbonne-háskóla.33
I þessu samhengi er hætt við að mönnum finnist mótsagnirnar
í þessum kafla fyrirlestrarins enn harðari, og kannske nóg komið
þegar þær bætast ofan á þá flækju sem þegar var fyrir. Það er því
nauðsynlegt að athuga hverjar kunni að vera forsendur meistarans
og hvort þær varpi einhverju ljósi á kenninguna. Hvaða viðhorf
hafði hann til þeirra tungumála sem töluð hafa verið í Gallíu og
Frakklandi á sögulegum tíma?
Þegar meistarinn segir að germanskir innrásarmenn í Gallíu
eða Frakkland hafi tekið upp rómanska tungu útskýrir hann það
fyrst með því að í liði þeirra hafi verið hörgull á konum - höfðingj-
arnir gátu að vísu kvænst germönskum konum, en hvað snerti hjá-
konur og barnfóstrur urðu þeir að húkka þær á staðnum, síma-
landi á rómönsku, og óbreyttir Germanar áttu víst ekki í önnur
hús að venda. Ekki virðist meistarinn þó fyllilega ánægður með
þessa kyndugu alhæfingu, því síðan dregur hann upp í örfáum
orðum samanburð milli örlaga tungumála í Frakklandi og
Englandi og bryddir þá á býsna furðulegri kenningu. Hvers vegna
sigraði germönsk tunga í Englandi? Það var nú af því að Engilsax-
ar höfðu „vafalaust“ konur með sér (hvers vegna þeir en ekki Got-
ar, Búrgundar og Frankar?), og auk þess brast flótti í lið Bretanna,
32 Claude Mauron: Frédéric Mistral, París 1993, sbr. bls. 171.
33 Þetta hefur Guðmundur Hálfdanarson uppgötvað í endurskoðaðri gerð þeirr-
ar greinar sem upphaflega nefndist „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“, sbr. áð-
urnefnt rit hans íslenska þjódríkið - uppruni og endimörk, bls. 24.