Skírnir - 01.09.2003, Page 185
SKÍRNIR ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ 411
en svo kemur aðalskýringin: það var af því að latína var ekki leng-
ur ríkjandi í Bretlandi og hafði kannske aldrei verið. Þarna var því
varla nokkur maður sem gat opnað munninn á rómönsku. Á þessu
hnykkir meistarinn síðan með sams konar skýringu varðandi
Gallíu, þar sem kvenmannsleysi Franka er horfið út í buskann:
„Ef gallíska hefði enn verið almennt töluð í Gallíu á 5. öld, hefðu
Clovis og menn hans ekki lagt niður germanska tungu til að taka
upp gallísku."34
Hér finnst manni að meistarinn hefði gjarnan mátt hafa and-
spænis sér einhvern tannhvassan advocatum diaboli, sem hefði
knúð hann til að orða hugsun sína skýrar. En varla er hægt að
skilja hann nema á einn veg: þegar keltneskt mál á í samkeppni við
eitthvert annað tungumál í Vestur-Evrópu verður keltneskan að
láta undan, þess vegna sigrar germanskt mál keltnesku en það
verður hins vegar að víkja fyrir rómönsku máli. í augum meistar-
ans virðist þetta vera e.k. lögmál og í raun og veru óháð svipting-
um og tilviljunum sögunnar, svo sem kvenmannsleysi og öðru.
Þetta virðist vera í tengslum við einhverjar hugmyndir um að eitt
mál sé fullkomnara en annað, og franskan toppurinn, og hefur
þessi skírskotun vafalaust hljómað sætlega í eyrum áheyrenda
þennan dag í mars. Hvað sem því líður varpa þessi orð nokkurri
ljósglætu á kenningar meistarans: í augum hans kom vitanlega af
sjálfu sér - og þurfti ekki að stafa af neinum þvingunum né eiga
eitthvað skylt við spurninguna um þjóðerni - að allir innrásar-
menn í Frakkland fyrr og síðar tækju upp það fullkomna málfar
sem þar var talað. Þetta er í fullu samræmi við þá kenningu sem oft
skýtur upp kollinum hjá frönskum sagnfræðingum, og ég heyrði í
Sorbonne á sínum tíma, að í Frakklandi hafi menn lagt niður önn-
ur tungumál af sjálfsdáðum af því að menn „vildu verða Frakkar“.
Lucien Febvre orðaði þetta einu sinni svo, að í Suður-Frakklandi
hefðu menn farið að tala frönsku til að gerast „þátttakendur í
menningu sem þeir viðurkenndu að væri æðri,“ og það í „frelsi og
gleði".35
34 ívitnað rit, bls. 40.
35 Lucien Febvre: Combats pour l’histoire, París 1992, bls. 178 og 181.