Skírnir - 01.09.2003, Síða 186
412
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
En þrátt fyrir þetta fer því fjarri að mótsagnirnar séu leystar.
Hvað svo sem menn kunna að hafa gert af sjálfsdáðum fyrr eða
síðar, voru enn töluð í Frakklandi á þessum tíma önnur mál en
franska, og yfirvöld höfðu horn í síðu þeirra - eins og það væri
mikilvægt að knýja menn til að tala frönsku. Hvaða viðhorf hafði
meistarinn til þessarar stefnu?
Orð hans og þagnir benda í rauninni til að honum hafi þótt
hentugast að loka augunum fyrir þessu öllu og láta a.m.k. ekkert
uppi um viðhorf sín til þeirra mála sem töluð voru í landinu auk
frönskunnar. Það skiptir þó ekki litlu máli fyrir rökfærslu hans yfir-
leitt, og fyrir gildi þess samanburðar sem hann gerir við Svisslend-
inga. En annars staðar má finna stöku ábendingar. í formála ræðu-
safns sem meistarinn gaf út 1887 segir hann: „Menn fallast ekki
lengur á að það sé leyfilegt að ofsækja menn til að láta þá skipta um
trú. Okkur finnst jafn illt að þeir séu ofsóttir til að láta þá skipta um
tungumál eða föðurland."36 Er þetta óbein gagnrýni á þeirri tungu-
málsstefnu sem Frakkar hafa fylgt öldum saman? En svo er ekki að
sjá að hún sé hér á dagskrá. Rétt á eftir kemur nefnilega enn rök-
semdin um tungumálin þrjú eða fjögur í Sviss, og allur er þessi texti
fullur af orðabergmáli frá fyrirlestrinum í Sorbonne. Við erum hér
sem sé enn í sömu andlegu veröldinni, og benda orðin um að „láta
menn skipta um föðurland“, til þess að meistarinn hafi stöðugt
Elsass-Lótringen í huga. Það viðhorf til annars tungutaks innan
Frakklands sem skýtur upp kollinum í skrifum hans er nefnilega af
allt öðru tagi. I grein frá 1853 segir hann:
Mállýskurnar eru í tísku, allir vilja mállýskur, akademían verðlaunar þær.
Ef þetta væru leifar af einhverjum þeim málum sem snilldin hefur göfgað
og hafa einhvern tíma verðskuldað nafnið tungumál, ef þetta væri pró-
venska trúbadúra frá 12. öld ... sem menn reyndu að endurvekja, væri
þetta bergmál fortíðarinnar ekki laust við töfra. En þetta götuslang frá
Agen, mállýska án reglna, án beyginga, án göfugleika, þessi vonda franska
í einu orði sagt, ... það ætti ekki að skrifa það, og það er hættumerki að
menn skuli hafa fallist á að dást að þessu utan Agen.37
36 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 57.
37 „Les origines de la langue frangaise", sbr. Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une
nationf, sbr. bls. 180. Svo er einna helst að sjá að meistarinn sé hér að vitna í