Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 187
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
413
Nú vill svo til að orðin sem meistarinn tilfærir úr þessari skelfilegu
„mállýsku frá Agen“ eru hrein próvenska eins og hún var töluð á
þessum tíma, málið sem Frédéric Mistral var þá að búa sig til að
yrkja á, en hún var að sjálfsögðu breytt frá miðaldapróvensku,
eins og franskan var breytt frá miðaldafrönsku. Þetta mál kallar
meistarinn „mállýsku" og notar þá ekki orðið „dialecte", sem er
oft niðrandi í frönsku, heldur orðið „patois" sem þýðir það sama
en er ævinlega niðrandi, nánast eins og „hrognamál" á íslensku eða
kannske öllu heldur „málleysa". Til að árétta það enn frekar kall-
ar hann það „mállýsku án reglna, án beyginga án göfugleika",
hann segir að það sé einungis „vond franska“ og órafjarri þeim
fornu málum sem áttu skilið heitið „tungumál." Ef þetta er ekki
nógu skýrt, má finna annars staðar setningu sem varpar ljósi á af-
stöðu meistarans. I leikritinu Caliban sem hann gaf út 1878 lætur
hann eina persónuna segja: „Það voru aristókratarnir sem skópu
málfræðilegt tungumál. Hve mörg vandarhögg þurfti til að gera
málfræðina að skyldu!"38 í öllu þessu felst sem sé að milli „tungu-
mála“ og „mállýskna" sé eðlismunur: „tungumálin" byggjast á
málfræði, eins og hin afkáralega tvítekning „málfræðilegt tungu-
mál“ sýnir, en „mállýskur" hafa „enga málfræði". Þeir sem við-
höfðu tungutak Agen áttu því ekki margra kosta völ: ef þeir skrif-
uðu það sem þeir töluðu var það „mállýska án reglna“, sem ætti
ekki að líðast, en ef þeir skrifuðu forna gerð tungutaksins, mál
trúbadúranna, var það ekki annað en „bergmál fortíðarinnar."
Hér koma fram fordómar Frakka gagnvart öðrum málum
landsins en frönskunni sjálfri: þetta eru ekki tungumál heldur
skrílslegar afbakanir. Það að berja frönsku inn í menn sem taka sér
slíkt í munn er því ekki að „ofsækja menn til að láta menn skipta
um tungumál", heldur einungis að kenna þeim að tala, og óþarfi
að tíunda fáein vandarhögg. Greinilegt er á öllu að meistarinn hef-
ur þessa stór-frönsku fordóma í ríkum mæli, það er þess vegna
rithöfund sem notar orð úr „mállýskum" í samtölum eða lýsingum til að ná
fram staðarblæ, og dettur manni t.d. í hug Georges Sand, sem átti slíkt til (en
hún var að vísu ekki frá Agen). En annars hefur mér ekki tekist að finna hvað
meistarinn á hér við.
3S Ernest Renan: Histoire etparole. Oeuvres diverses, París 1984, bls. 709.