Skírnir - 01.09.2003, Page 189
SKÍRNIR ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ 415
sama sviði og meistarinn, lægi þess vegna beinast við að svara hon-
um með orðum Oscars Wilde: „we have really everything in com-
mon with America nowadays, except, of course, language."41
Ekkert af þessu kemur þeirri spurningu við hvort tungumál geti
verið eitt af skilgreiningaratriðunum á fyrirbærinu „þjóð“ og að
hvaða leyti það geti verið það.
Hins vegar gæti maður freistast til að álykta að þessi stöðuga
viðleitni Frakka til að berja niður allar aðrar tungur í landinu, og
neita jafnvel að viðurkenna þær sem slíkar, sýni í rauninni að
tungumál sé ótvírætt mikilvægt grundvallaratriði í þjóðerni. Það
er ófögur saga, sem franskar sögubækur halda ekki á lofti, en ég
hafði einu sinni persónulegan vitnisburð frá háaldraðri konu, sem
sagði frá kennslu í barnaskólum á Bretaníuskaga snemma á 20.
öld. Ef menn vildu færa það Frökkum til málsbóta að slíkt hafi þá
verið venja víða í Evrópu, má nefna, að á þeim tíma þegar þeir
lögðu til atlögu við minnihlutamál var farið að kenna gelísku í
skólum á Vestur-írlandi undir stjórn Englendinga, a.m.k. ef marka
má endurminningar Peig Sayers, sem fædd var 1873.42 Þessar of-
sóknir gegn minnihlutamálum er langtímafyrirbæri í sögu Frakk-
lands, og hafa haldið áfram til nútímans. En um það er óþarfi að
fjölyrða hér.
I síðari röksemdinni í þessum pistli sínum um tengsl tungu og
þjóðar tekur meistarinn aftur upp hugmynd sína um að viljinn sé
tungumálunum æðri, en viljinn verður nú að „frelsi": „Tungumál-
in eru sögulegar myndanir," segir hann, „sem gefa lítið til kynna
um blóð þeirra sem þau tala og geta alla vega ekki bundið frelsi
manna þegar að því kemur að ákveða hvaða fjölskyldu menn
tengjast í lífi og dauða.“ Þessum fremur óljósu orðum til útskýr-
ingar bætir hann því svo við að með því að leggja of mikla áherslu
á tungumál loki menn sig inni í „ákveðinni menningu sem er talin
vera þjóðleg (nationale)“ og það sé afskaplega vont fyrir andann.
„Föllum ekki frá þeirri grundvallarreglu að maðurinn er skynsemi
gædd siðferðisvera áður en hann er girtur inni í þessu eða hinu
41 Oscar Wilde: The Canterwille Ghost I.
42 Peig Sayers: Peig, skólaútgáfa án staðar og dagsetningar, bls. 29-30.