Skírnir - 01.09.2003, Page 190
416
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
tungumálinu, áður en hann er hluti af þessum eða hinum kynþætt-
inum, fylgismaður þessarar eða hinnar menningarinnar." Þessu til
áréttingar klykkir hann svo út með því að vísa til jöfra endurreisn-
artímans: „Þeir voru hvorki franskir né ítalskir né þýskir. I sam-
skiptum sínum við fornöldina höfðu þeir fundið aftur leyndar-
dóm hinnar raunverulegu menntunar mannsandans og helguðu
sig henni af sál og líkama.“43
A þetta geta menn vafalaust fallist að einhverju leyti, þótt sitt-
hvað hljómi kynduglega, svo sem það að menn séu skynsemisver-
ur áður en þeir séu „girtir“ (parqués) inni í tungumáli (og skiptir
þá ekki máli þótt „áður en“ sé hér fremur í rökfræðilegri merk-
ingu en tímamerkingu) eða að stórmenni endurreisnartímans hafi
hvorki verið frönsk, ítölsk né þýsk. Miður velviljaðir menn
myndu kannske líka segja að það komi úr hörðustu átt þegar
Fransmaður fer að boða að menn eigi ekki að vera tjóðraðir inni á
einum tungumálsbás, en að því leyti er meistarinn sjálfur hafinn
hátt yfir alla gagnrýni, málakunnátta hans var slík að sárafáir hafa
staðið honum á sporði fyrr eða síðar. Gallinn við þessa þulu er
bara sá að hún kemur umræðuefninu ekkert við. Þjóð, hvernig svo
sem hún er skilgreind, er almenningur, en meistarinn er hér ekki
að tala um almenning heldur um einstaklinga, um menntamenn
sem kunna að líta svo á að þeir þurfi að hafa sem víðastan sjón-
deildarhring og læra þá annað tungumál, kannske hið þriðja og
jafnvel áfram. Ef til vill skrifa þeir líka á öðru tungumáli en móð-
urmálinu, einhverju alþjóðamáli eins og latínu endurreisnartím-
ans, en það er til að ná sambandi við kollega þeirra í öðrum lönd-
um. Þannig hefur verið talað um „lýðveldi menntamanna“ sem
hafi á sínum tíma myndað eins konar net um alla Evrópu. En slíkt
„lýðveldi menntamanna" er ekki „þjóð“ og á ekkert skylt við skil-
greininguna á því hvað sé „þjóð“.
Þar sem niðurstaðan var nánast gefin í upphafi verður þessi
kafli um það hvort tungumál geti verið grundvöllur þjóðernis
tæplega kallaður „umfjöllun", og svo hlálega vill til að þegar kom-
ið er að lokum kaflans má heita ljóst að niðurstaðan hvílir ekki á
43 Ernest Renan: Qu’est-ce qu'une nation?, bls. 50-51.