Skírnir - 01.09.2003, Page 191
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
417
neinu. Meistarinn hefur sem sé alls ekki nálgast það sem er ótví-
rætt kjarni þessa vandamáls. Það snýst nefnilega ekki á nokkurn
hátt um kynþátt, né bróðurlega sambúð Svisslendinga sem skóp
gauksklukkuna,44 né heldur um fjöltyngi lærdómsmanna. Það
snýst einfaldlega um það að einhver ákveðinn hópur manna talar
sama tungumálið, þessir menn drekka það í sig með móðurmjólk-
inni, þeir tala það heima hjá sér, þeir hafa það á vörum í vinnunni,
úti á túni eða akri eða á verkstæðinu, þeir syngja á því, bölva á því
og segja sögur á því, þeir skamma hundinn sinn á því, þeir ræða á
því við vofur framliðinna, þeir hvískra það í beðmálum, og að lok-
um mæla þeir á því sín hinstu orð. Þetta á ekkert skylt við „vilja“,
viljinn kemur þá fyrst til sögunnar þegar menn fara að læra eitt-
hvert annað tungumál, og það er vitanlega nokkuð annað. Spurn-
ingin er sú hvort sameiginlegt tungumál af þessu tagi kunni að
vera eitt af grundvallaratriðum þjóðernis, en hana nefnir meistar-
inn ekki. Undarleg blinda hans á þessu sviði stafar e.t.v. af fordóm-
um hans gegn því sem hann kallar „mállýskur“, en um það er erfitt
að segja.
V
Meistarinn hóf mál sitt með því að nefna þá „skyssu" sem menn
gerðu nú á dögum með því að „eigna þjóðfræðilegum eða öllu
heldur tungumálslegum hópum sjálfstæði af sama tagi og það sem
tilheyrir þeim þjóðum sem eru raunverulega til.“ En þegar öðrum
kafla fyrirlestrarins er lokið hefur hann ekki einu sinni skilgreint
hvað felist að hans dómi í þessari „skyssu", og hann hefur því síð-
ur hrakið hana. Hann hefur einungis spyrt „þjóðfræðina" saman
við kynþætti og virðist líta svo á að þar sem „þjóð“ geti ekki
byggst á kynþætti sé hann um leið búinn að afgreiða þessa „þjóð-
fræði“. Málsmeðferðin er gjarnan í því fólgin að meistarinn slær
fram órökstuddum og ótengdum fullyrðingum (sbr. „það er heið-
ur Frakklands að hafa aldrei reynt að sameina tungumálið með
þvingunum“), og lætur áheyrendur um að draga ályktanir af þeim.
44 Sbr. fleyg orð Orson Welles í Þriðja manninum.