Skírnir - 01.09.2003, Page 192
418
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Oft á tíðum grunar mann að þessi staccato-stíll eigi að virka sem
framkallari og fixer á fordómana.
Það er því ekki undarlegt að þegar skilgreining meistarans á
því hver sé grundvöllur þjóðernis er loks sett fram í upphafi
þriðja kafla fyrirlestrarins er hún ekki annað en ein fullyrðingin
frá. Hún er ekki sprottin upp úr neinni skipulegri umfjöllun og
jafnvel ekki í neinu rökréttu framhaldi af því sem á undan er
komið. Það eitt er ljóst að meistarinn telur að hann sé nú búinn
að hrekja endanlega allt sem hann hafi nú sett undir smásjána og
því hafi hann frjálsar hendur til að setja fram kenningu af allt
öðru tagi.
Hún er tvíþætt, eins og hann leggur strax þunga áherslu á:
„Þjóð er sál, andlegur grundvöllur. Tvö atriði, sem eru þó í raun-
inni aðeins eitt, mynda þessa sál, þennan andlega grundvöll. Ann-
að er í fortíðinni, hitt er í nútíðinni. Annað er sameiginleg eign
ríkrar arfleifðar endurminninga, hitt er samþykki í nútímanum,
þráin til að lifa saman, viljinn til að halda áfram að ávaxta þann arf
sem maður hefur fengið óskiptan." Meistarinn leggur síðan út af
hugmyndinni um sameiginlegar endurminningar, en víkur svo aft-
ur að viljanum til að lifa saman og undirstrikar hann nú með sam-
líkingu: „Tilvera þjóðar er (afsakið myndhvörfin) atkvæðagreiðsla
á hverjum degi, eins og tilvera einstaklingsins er stöðug staðfest-
ing lífsviljans (affirmation perpétuelle de la vie).“45
Þótt meistarinn fullyrði að þau tvö atriði sem hann nefnir séu
í rauninni eitt og hið sama, hníga þau ekki svo léttilega hvort að
öðru, það er sem sé erfitt að sjá hvernig „þrá manna til að lifa sam-
an“ í nútímanum geti grundvallast á „endurminningum“ úr for-
tíðinni einum og sér, þó svo þær kallist „arfleifð". Hvernig eiga
„endurminningar" að móta líf manna löngu síðar? Þær verða
a.m.k. að kristallast í einhverju sem á sér stað í samtíma þeirra, og
hvað er það? Því er í rauninni ekki furða þótt menn hafi gjarnan
slitið þennan „vilja“ út úr því samhengi sem meistarinn setur hann
í og látið sér nægja að tönnlast á samlíkingunni um hina „daglegu
45 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 54 og 55. Síðustu orðin verður að
þýða nokkuð frjálslega, ef merkingin á að komast til skila á íslensku.