Skírnir - 01.09.2003, Síða 194
420
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Nú munu margir fræðimenn vera sammála Fustel um vilja íbúa
Elsass-Lótringen á þessum tíma, en í raun og veru kemur það ekk-
ert við skilgreiningu á því hvað sé þjóð og hver sé grundvöllur
þjóðernis. Sú spurning sem var á dagskrá 1870 fjallaði nefnilega
um annað, hún fjallaði um það hvaða ríkisheild íbúar á ákveðnu
svæði vildu tilheyra, og það liggur reyndar í orðum Fustels sem
talar í sömu andránni um „þjóð“ og „föðurland", að því er virðist
í sömu merkingu. Þegar menn gerðu upp huga sinn um það mál,
gat hugmynd um þjóðerni vissulega komið til greina, en einnig
fjölmörg önnur atriði því gersamlega óskyld. Dæmi um það eru
hinir mörgu Gyðingar í Elsass-Lótringen sem fluttust til Frakk-
lands eftir 1870, af því að þeir óttuðust gyðingahatur í hinu nýja
þýska keisaraveldi. Meðal þeirra var Alfred Dreyfus sem fór með
fjölskyldu sinni, þá tólf ára að aldri, en það myndu ýmsir telja
hryssingslega örlagaglettu.
Aðra túlkun á kenningunni er svo að finna í orðum meistarans
sjálfs, sem tekur gjarnan dæmi af Sviss með sín fjögur tungumál.
Það land grundvallast vissulega á ótvíræðum vilja íbúanna til að
lifa í sameiningu, en eigi að síður er harla hæpið að draga af því
nokkrar ályktanir um grundvöll þjóðernis sem slíks. I Sviss hafa
íbúar ákveðinna héraða einfaldlega ákveðið að mynda sambands-
ríki, þar sem hvert hérað haldi sinni sérstöðu, og enginn getur gef-
ið sér að „sambandsríki" sé sama og þjóð. En þar sem meistarinn
hefur þegar markað þær forsendur að „þjóð“ sé jafnan valdstjórn-
areining, er ólíklegt að hann sjái að þessar tvær túlkanir snerta við-
fangsefnið ekki.
Þá er eftir þriðja túlkunin, sú sem flestum myndi sennilega
detta fyrst í hug, og hún er sú að skilgreina þennan sameiginlega
vilja einfaldlega sem „þjóðarkennd" eða „þjóðarvitund“. Það ligg-
ur beint við, en með því er einungis verið að færa viðfangsefnið
um set og orða það á annan hátt. Um leið og talað er um „þjóðar-
kennd" er ljóst að slíkt er ekki gripið úr lausu lofti, og þá vaknar
um leið sú spurning hvað þurfi að vera til staðar svo einhver þjóð-
arkennd myndist, á hverju hún þurfi að hvíla, hvernig hún birtist,
hvort þjóð geti ekki verið til án skýrrar þjóðarkenndar o.s.frv.
Vandamálið er sem sé óleyst eftir sem áður.