Skírnir - 01.09.2003, Page 195
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
421
Loks er rétt að nefna fjórðu túlkunina sem meistarinn hefur
áreiðanlega ekki í huga og er aldrei orðuð, en þó stundum á flæk-
ingi eins og draugur. Jafnvel í verstu einræðisríkjum, undir hinum
grimmúðlegustu harðstjórum, verður fólk að reyna að lifa sínu
daglega lífi eftir getu, laga sig að aðstæðum og sjá fjölskyldum sín-
um farborða. Þetta er einfaldlega stöðug „staðfesting lífsviljans"
og alltaf til staðar þar sem menn lifa og hrærast. En þetta geta af-
vegaleiddir fylgismenn einræðisstjórnanna nú einmitt túlkað sem
stuðning almennings við stjórnarfarið, sem „daglega atkvæða-
greiðslu", það gerðu Maóistar Vesturlanda á sínum tíma, og það
hafa fleiri gert. Þetta má nefna til að sýna hvað kenningin um „vilja
manna til að lifa saman“ er óljós og sveigjanleg, og til margs not-
hæf.
Áður en farið verður að draga af þessu nokkrar ályktanir er
nauðsynlegt að líta á hinn helminginn af hjaratöflu meistarans,
kenninguna um „endurminninguna" sem hann bætir við hina
upphaflegu skilgreiningu Fustels. Þegar henni er fyrst slegið
fram rifjast það kannske upp að hún hafði á vissan hátt verið
undirbúin með hugleiðingum um sögu í fyrsta hluta fyrirlestrar-
ins. Þar er m.a. að finna þessa athyglisverðu setningu: „Kjarni
þjóðar er sá að allir einstaklingarnir hafi margt sameiginlegt, en
einnig að þeir séu allir búnir að gleyma mjög miklu.“48 Viljinn til
að lifa saman er því ekki einhlítur, til þess að verða „þjóð“ þurfa
menn að hafa „margt sameiginlegt“. Þetta er vitanlega í fullu
samræmi við það sem menn myndu yfirleitt álíta um þjóðernis-
kennd og telja kannske hið flóknasta mál, en um það er meistar-
inn fáorður. I augum hans er „endurminningin" um einhverja
fortíð nefnilega hið eina sem menn þurfa að hafa sameiginlegt, en
hér kemur í ljós að hún er þó tvíþætt, annars vegar er endur-
minningin sjálf, jákvæða hliðin, en hins vegar er neikvæða hlið-
in, sem virðist ekki síður nauðsynleg og umfangsmikil, það er
gleymskan. Þetta virðist undarlegt og vekur áleitna spurningu:
Hvernig er sú fortíðarsýn sem meistarinn telur að sé önnur aðal-
rót þjóðernis?
48 ívitnað rit, bls. 42.