Skírnir - 01.09.2003, Page 196
422
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Orð hans eru ekki alltaf ljós, en í byrjun þriðja hlutans rekur
hann í stuttu máli innihald þeirra „jákvæðu“ endurminninga sem
hann telur að „þjóð“ byggist á:
Eins og einstaklingurinn er þjóðin útkoman úr langri fortíð erfiðis, fórna
og trúmennsku. Forfeðradýrkunin er lögmætust allra trúarbragða; for-
feðurnir hafa gert okkur að því sem við erum. Hetjuleg fortíð, miklir
menn, dýrðin (ég á við hina raunverulegu dýrð) - þetta er sá félagslegi
höfuðstóll sem þjóðarhugmynd (idée nationale) hvílir á. Það að hafa sam-
eiginlegar dýrðir (gloires) í fortíðinni, sameiginlegan vilja í nútíðinni; það
að hafa gert stóra hluti í sameiningu og vilja halda áfram að gera það -
þetta eru aðalskilyrðin til að vera þjóð (peuple). Menn elska í hlutfalli við
þær fórnir sem menn hafa fallist á að færa, þær þjáningar sem þeir hafa
liðið.49
Rétt á eftir áréttar hann þetta enn í knappri setningu: „í fortíðinni,
arfleifð dýrðar og eftirsjár til að eiga í sameiningu, í framtíðinni
sameiginleg áætlun til að framkvæma," og hann undirstrikar hug-
myndina um „sameiginlegar þjáningar." Hér heldur hann sig ein-
ungis við endurminningarnar og fer ekki lengra, en um „nei-
kvæðu" hliðina, gleymskuna, hafði hann fjallað í fyrsta hlutanum,
þannig að hann tekur ekki hliðarnar tvær fyrir í sameiningu, og
gleymskan er komin á undan. En orð meistarans eru athyglisverð,
og í þau hefur einnig margoft verið vitnað:
Gleymska, og ég segi jafnvel sagnfræðivilla, er aðalatriði í þjóðarmyndun,
og þannig eru framfarir í sagnfræðirannsóknum oft hætta fyrir þjóðern-
ið. Sagnfræðirannsóknir varpa á nýjan leik ljósi á þau ofbeldisverk sem
orðið hafa við uppmna allra valdstjórnareininga (formations politiques),
jafnvel þeirra sem hafa orðið sem heilladrýgstar. Sameining verður alltaf
með hrottaskap.50
Nokkru eftir þetta kemur svo niðurstaðan, sem tilfærð var hér að
ofan, um nauðsyn þess að „hafa margt sameiginlegt" og einnig „að
hafa gleymt mjög miklu." Og í upphafi annars hlutans er enn vik-
ið að „landvinningum sem allur almenningur sé búinn að gleyrna."
49 fvitnað rit, bls. 54.
50 ívitnað rit, bls. 41.