Skírnir - 01.09.2003, Síða 197
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
423
Hetjuleg fortíð, miklir menn, „dýrð“, stórir hlutir framkvæmd-
ir í sameiningu, landvinningar, allt þetta ber að sama brunni: sú for-
tíð sem verður í „endurminningunni“ að grundvelli þjóðar er í
augum meistarans fyrst og fremst fortíð valdstjórnareiningar, í
nokkuð þröngum, pólitískum skilningi. Það er fortíð sem hefur að
geyma herforingja, einvaldskonunga, hetjulega sigra þeirra og jafn
hetjulega ósigra, og vafalaust einnig miklar sviptingar eins og
stjórnarbyltinguna frönsku og þær nýjungar sem upp úr henni
spruttu fyrir alla álfuna. „Það er dýrð Frakklands að hafa boðað
með frönsku stjórnarbyltingunni að þjóðin hafi tilveruna frá sjálfri
sér“, segir meistarinn í lok fyrsta hluta fyrirlestrarins. En við þessa
„stóru hluti sem menn hafa gert í sameiningu" takmarkast fortíð-
arsýnin, og lykilorðið í þessu öllu er „dýrð“, sem er hér eins og
blásandi orgelpunktur.
Fyrir hugmyndina um „dýrð“ hafði hinn frjálslyndi þýski
guðfræðingur David Strauss þegar tekið Frakka allóþyrmilega á
beinið í fyrra opna bréfi sínu til meistarans, dagsettu 12. ágúst
1870. Hann vitnar í að franskur ráðherra hafi nýlega sagt að
„dýrðin“ væri fremsta orð franskrar tungu en heldur því sjálfur
fram að það sé þvert á móti versta og skaðlegasta orðið, og gerðu
Frakkar vel í að strika það burt úr sinni orðabók um tíma. Greini-
legt er að hann túlkar eftirsókn eftir „dýrð“ einungis sem leit að
herfrægð og sigrum og lítur svo á að það sé hún sem hafi rekið
Frakka út í vafasöm ævintýri erlendis - hann nefnir Napóleon
fyrsta og þann Napóleon sem hann „vonast til að verði hinn síð-
asti“ - hún sé sá gullkálfur sem þeir hafi dansað kringum öldum
saman, sá Molok sem þeir hafi „fórnað svo mörgum þúsundum
sona sinna og sona grannþjóðanna.“51 Það er vafalaust vegna þess-
arar ofanígjafar að meistarinn gætir þess að taka fram að hann
meini „raunverulega dýrð“. Sennilega ýkir David Strauss nokkuð,
en því verður varla á móti mælt að túlkun hans á merkingarsviði
orðsins „dýrð“ í frönsku á við nokkur rök að styðjast, þótt hún sé
þröng. En ef menn vildu líta á það frá víðara sjónarhóli, mætti
segja að í þessu orði felist fyrst og fremst frægðardýrkun, þ.e.a.s.
51 Sbr. ívitnað rit, bls. 116-117.