Skírnir - 01.09.2003, Side 199
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
425
ur Bathybius Bottom barón hannað sína „dýrðarvél" til að setja
upp í leikhúsum. Óþarfi er að fara út í smáatriði, en trixið er að í
forgylltu skrauti salarins eru smágöt með glymskratta á bak við
svo úr þeim hljómar „oua-ouaou“, einnig berst eftir atvikum hlát-
urgas eða táragas inn á meðal áhorfenda, og undir sætunum eru
hendur úr kjörviði með hönskum úr tvöföldu kálfsleðri sem fara
að klappa á réttum stöðum. Við þetta fara áhorfendur sjálfir að
klappa og æpa „oua-ouaou“ til að vekja ekki á sér athygli fyrir að
vera öðruvísi en aðrir. „Dýrðin" sem vélin býr til verður þannig
raunveruleiki, hún ljómar að lokum einlæglega meðal áheyrenda.
I neðanmálsgrein í lok sögunnar segir höfundur að frést hafi um
tilraunir til að setja upp sams konar „dýrðarvél“ í franska þinginu.
Við þetta er í rauninni engu að bæta.
Til að fylla út í fortíðarsýn meistarans er nú rétt að rýna í hug-
myndir hans um „neikvæðu" hliðina, gleymskuna. Um hana tek-
ur hann einfalt og skýrt dæmi. Eftir að hafa sagt að „sameining
verði alltaf með hrottaskap" bendir hann á að sameining Norður-
og Suður-Frakklands hafi verið árangurinn af „útrýmingu og ógn-
um sem staðið hafi nærfellt í öld,“ og nokkru síðar, eftir að hafa
áréttað kenninguna um hina nauðsynlegu gleymsku, segir hann:
„hver franskur borgari á að hafa gleymt Bartólómeusarmessunni
og fjöldamorðunum í Suður-Frakklandi á 13. öld.“
Réttlætingin á þessum atburðum var þegar komin: ofbeldi og
hrottaskapur voru alveg nauðsynleg fyrir myndun valdstjórnar-
eininga, „jafnvel þeirra sem hafa orðið sem heilladrýgstar." Nú er
það yfir minn skilning hafið hvernig hægt er að réttlæta Albigensa-
krossferðina, einn sóðalegasta stríðsglæpinn í allri sögu Evrópu,
og ég get heldur ekki séð að það hafi orðið „heilladrýgt" á
nokkurn hátt að leggja í rústir og uppræta þá menningu sem getið
hafði af sér trúbadúrana.53 En þetta er gömul saga, meistarinn
53 Um Albigensakrossferðina hefur margt verið skrifað, en hér er kannske ekki úr
vegi að benda á rit sem er enn mjög læsilegt, þótt það sé orðið nokkuð gamalt
og fræðimenn hafi leiðrétt það á stöku stað, Le búcber de Montségur, le 16 mars
1244 eftir Zoé Oldenbourg, sem kom fyrst út 1959. Þar sem Zoé Oldenbourg
var rússnesk að uppruna, fædd í Pétursborg, og fékkst aðallega við að semja
sögulegar skáldsögur um miðaldir, þótt hún skrifaði einnig fræðirit sem tekið