Skírnir - 01.09.2003, Page 200
426
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
vitnar einungis í hana sem dæmi um það sem hann telur að menn
séu í raun og veru búnir að gleyma með öllu, og því er kannske
ekki úr vegi að velta því íyrir sér hvort hugmyndin um „nauðsyn-
lega gleymsku" hafi ekki getað vísað til einhvers sem var nær í
tíma og meira á dagskrá en bálkestir á miðöldum. Þess má leita í
deilumálum samtíðarinnar. Þegar Þjóðverjar lögðu undir sig
Elsass-Lótringen gátu þeir bent á að þeir væru ekki að gera neitt
annað en það sem Frakkar hefðu áður gert: þessi landsvæði hefðu
verið utan Frakklands og hluti af hinu „heilaga rómverska keisara-
dæmi“ þangað til Frakkar innlimuðu þau með hervaldi á 17. öld.
Þessi rök virtust koma illa við Fustel de Coulanges, þótt hann
nefni þau ekki beint, því hann tekur fram að það hafi ekki verið
Lúðvík 14. sem gerði Elsass franskt land heldur hafi stjórnarbylt-
ingin 1789 gert það: þótt þýska sé töluð í Strassburg var það þar
sem franski þjóðsöngurinn var fyrst sunginn.
Þetta voru vafalaust óhrekjandi rök í augum Fustels, en vand-
inn var nú sá að hann gat tæpast ætlast til að þau væru bindandi
fyrir aðra. Hver söguleg stund er þrívíð, í henni er nútíð, fortíð og
framtíð sem eru oft nokkuð frábrugðnar því sem menn seinni tíma
sjá. Á 19. öld höfðu menn víða í Evrópu mjög skýra fortíðarmynd
sem hefur dofnað á blöðum sögunnar síðan. Hún var af stanslaus-
um yfirgangi Frakka sem höfðu hvað eftir annað vaðið yfir álfuna
og sætt lagi í hvert skipti sem nágrannarnir voru sundraðir og van-
máttugir til að sölsa undir sig með ýmsu móti, með hervaldi, pen-
ingaviðskiptum eða einhvers konar hrossakaupum, héruð utan
landamæranna, eitt eftir annað, og sameina þau síðan Frakklandi.
Skipti þá engu máli hvað valdhafinn hét né hvernig stjórnarfarinu
var háttað, útþenslustefnan var jafnan hin sama, og því var erfitt
fyrir menn að fallast á að stjórnarbyltingin hefði breytt nokkrum
sköpuðum hlut, enda ekki hægt að segja að hún hefði á neinn hátt
var fyllsta mark á, var hún ekki bundin af neinum rétttrúnaði né fylgispekt,
hvorki við konung né páfa. Hún er því ekkert að fegra frásögnina, og það sem
hún segir er skelfileg lesning. Svo er að sjá að verk Zoé Oldenbourg séu nú að
falla í gleymsku, mjög ómaklega, nema eitt: ritið um bálköstinn í Montségur er
stöðugt endurprentað í kiljuútgáfu. Að því leyti hafa franskir lesendur ekki
hlýtt fyrirmælum meistarans.