Skírnir - 01.09.2003, Síða 201
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
427
bundið enda á þessa stefnu. Allur máttur var úr Frökkum dreginn
fyrst eftir Napóleonsævintýrið, en um leið og þeir voru farnir að
rétta úr kútnum, tók Napóleon 3. upp þráðinn þar sem frá var
horfið og virtist í engu frábrugðinn fyrirrennurum sínum. Hann
notaði tækifærið í styrjöldunum í kringum sameiningu Italíu til að
leggja héraðið Savoie og borgina Nissa undir Frakkland, og þegar
sameining Þýskalands var í bígerð með miklu brambolti ætlaði
hann enn að leika sama leikinn, og ásældist nú Lúxemborg sem
hann, og að því er virtist mikill hluti þegna hans, taldi rétt og
nauðsynlegt að leggja undir Frakkland. Um þetta Lúxem-
borgarævintýri eru sögubækur fáorðar nú á dögum, en á þessum
tíma var það ofarlega á baugi.
Hvernig leit nú meistarinn sjálfur á þessi mál? í skrifum hans
frá þessum tíma er undarlegur tvískinnungur. Hann fer hörðustu
orðum um ævintýri Napóleons 1. og segir að ódáðir fyrsta keis-
aradæmisins hafi verið verk kynslóðar sem Frakkar nútímans ættu
lítið sameiginlegt með,54 en þetta var auðvelt, keisarinn hafði tap-
að. Hvað snertir aðra landvinninga fordæmir hann þá líka og tel-
ur t.d. að Frakkar hafi í rauninni ekkert haft að gera í Elsass55 og
það hafi heldur ekki verið neinn ávinningur fyrir þá að leggja und-
ir sig Savoie og Nissa.56 En nú voru þessi landsvæði orðin endan-
lega frönsk hvort sem var og út í hött að hrófla við því: málið var
fyrnt.57 Og þegar að Lúxemborgarævintýrinu kemur er eins og
54 Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation? Sbr. bls. 153-154.
55 Þessi skoðun meistarans byggist á þeirri hugmynd hans að með því að leggja
Elsass undir Frakkland hafi Frakkar í fyrsta skipti brugðið út af þeirri áætlun
að sameina einungis frönskumælandi landsvæði („Styrjöldin milli Frakklands
og Þýskalands“, shr. Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls. 84). En þetta
er vitanlega alls ekki rétt: hvorki Suður-Frakkland né Bretaníuskagi voru
frönskumælandi þegar þessi landsvæði voru „sameinuð Frakklandi", löngu á
undan innrásinni í Elsass. Þessi minnisgloppa meistarans er undarleg.
56 ívitnað rit, sbr. bls. 88 og 123.
57 A.m.k. hvað snertir Elsass: „Tíminn hefur gert þessa landvinninga löglega"
(ívitnað rit, bls. 84). Meistarinn fer gætilegar í sakirnar hvað snertir Savoie og
Nissa, enda innlimun þessara landsvæða í Frakkland nýleg, en þótt hann segi
að hún hafi verið „meira til skaða en gagns" (ívitnað rit, bls. 123) er þó ekki svo
að sjá að hann vilji breyta neinu um hana. í rauninni er hann í nokkurri klípu
varðandi Savoie og Nissa: ítölum sjálfum fannst eðlilegt að þessi héruð væru
sameinuð Frakklandi, því þeir gætu ekki brugðið út af þeim „þjóðarrétti sem