Skírnir - 01.09.2003, Side 202
428
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
hann sé á báðum áttum. Ef hann hefði viljað vera í samræmi við
sjálfan sig hefði hann líka átt að fordæma hugmyndina um innlim-
un Lúxemborgar afdráttarlaust, en þó að hann setji stórhertoga-
dæmið á bekk með Savoie og Nissa og telji að Frakkar hefðu ekki
grætt neitt á að eignast það, harmar hann í sömu andránni að ekk-
ert skuli hafa af því orðið. Þetta pakkar hann reyndar inn í þykk-
ar umbúðir:
Lúxemborg er lítilfjörlegt land, alger blendingur, hvorki þýskt né franskt
eða þá hvort tveggja, ef menn vilja það heldur. Þótt það hefði verið inn-
limað í Frakkland, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, hefði jafn-
vel hinn mesti föðurlandsvinur í Þýskalandi ekki þurft að fyrtast við
það.58
Og annars staðar segir hann:
Það er hægt að harma að prússneska stjórnin skuli ekki hafa verið sveigj-
anlegri í Lúxemborgarmálinu. Þótt Lúxemborg hefði verið látin Frökk-
um í té hefði Frakkland ekki orðið stærra né Þýskaland minna, en þessi
lítilfjörlega tilslökun hefði nægt til að fullnægja yfirborðslegu almenn-
ingsáliti, sem menn þurfa að taka tillit til í landi þar sem er aimennur
kosningaréttur, og hún hefði gert frönsku stjórninni kleift að dulbúa und-
anhaldið.59
Ef vel hefði verið haldið á spilunum, hefði sem sé verið hægt að
komast hjá styrjöld, og ofan í kaupið hefðu Frakkar fengið þetta
sérlega lítilfjörlega land, Lúxemborg, sem enginn gat haft nokkurn
minnsta áhuga á.
Hvernig áttu menn handan Rínar nú að líta á þetta? Það er
erfitt að lá þeim þótt þeir hafi einfaldlega litið svo á að Frakkar
væru enn við sama heygarðshornið, gerðir þeirra í samtímanum
væru rökrétt framhald af öllu því sem á undan væri gengið, hvað
sameinmg Italíu byggðist á“ (sbr. Benedetto Croce: Storia d’Europa nel secolo
decimonono (Mílanó 1999, fyrsta útg. 1932), bls. 274) - en tilkall Þjóðverja til
Elsass byggðist, a.m.k. í orði kveðnu, á þessum sama „þjóðarrétti".
58 „Styrjöldin milli Frakklands og Þýskalands", sbr. Ernest Renan: Qu’est-ce
qu’nne nation?, bls. 94.
59 Fyrra bréfið til David Strauss, sbr. Ernest Renan: Qu’est-ce qu’une nation?, bls.
123.