Skírnir - 01.09.2003, Síða 204
430
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
að mæta þá háðsglotti og óskemmtilegum upprifjunum. Þess
vegna er ekki nema eðlilegt að kenningin um „nauðsynlega
gleymsku“ hafi verið meistaranum býsna ofarlega í huga á þessum
tíma. Kjarni hennar er ekki einungis almenn sakaruppgjöf fyrir
landvinninga fortíðarinnar og þau hryðjuverk, fjöldamorð og
annað sem þeim kann að hafa fylgt, heldur líka almenn útþurrkun
fortíðarinnar - þ.e.a.s. fortíðar sem menn vilja helst ekki minnast.
Þessi „nauðsynlega gleymska" heitir nefnilega ýmsum nöfn-
um, það er t. d. hægt að kalla hana „sögufölsun sigurvegarans“.
Hernaðarofbeldi og hryðjuverk fyrnast ekki einfaldlega af því að
tíminn líður og menn sætta sig við landvinningana. Gleymskan
byrjar yfirleitt á þann hátt að sigurvegarinn beitir aðstöðunni til
að gera sína eigin frásögn af atburðunum að „sannleika", með
þeim réttlætingum, rangfærslum, þögnum og óhróðri gegn and-
stæðingum, sem því fylgir. En yfirleitt tekst þetta þó ekki, það sem
einum finnst nauðsynlegt að gleyma, finnst öðrum nauðsynlegt að
muna. Það getur jafnvel átt við um Albigensakrossferðina, svo
ekki sé minnst á atburði sem standa nær í tíma. Eins og kunnugt
er hefur þetta verið allmjög á dagskrá undanfarna áratugi, og í stað
kenninga um nauðsynlega gleymsku hefur nú andstæð kenning
rutt sér til rúms, um nauðsynlegt minni.62
Ástæðulaust er að fara lengra út í þá sálma hér, og er þetta nefnt
fyrst og fremst til að sýna hvar kenning meistarans um gleymsk-
una á heima, í hvers konar landslagi hún felur sig. En ljóst er nú að
fullt samræmi er milli „jákvæðu" og „neikvæðu" hliðar þessarar
fortíðarsýnar sem meistarinn telur að sé önnur undirrót þjóðern-
is: í henni birtist fortíð valdstjórnareiningar sem slíkrar, fortíð
landvinninga og umbrota, og ljós og skuggar þessarar sýnar, sem
sé endurminningar og gleymska, fara eftir hagsmunum valdstjórn-
areiningarinnar.
En er hins vegar eitthvert beint samræmi milli þeirra tveggja
vídda sem skilgreining meistarans á þjóðerni felur í sér, milli for-
62 Sbr. Harald Weinrich: Lethe. Kunst und Kritik des Vergessens, Miinchen 2000,
einkum 9. kaflann. Af einhverjum ástæðum nefnir höfundur ekki Renan, og er
þó kenning hans þáttur af viðfangefni bókarinnar.