Skírnir - 01.09.2003, Síða 206
432
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
bókmenntaverkum, Egill, Njáll, sú sem var þeim verst sem hún
unni mest, Sæmundur fróði, Eyvindur og Halla, Indriði og Sigríð-
ur, og aragrúi annarra. Þessi endurminning er komin úr fortíðinni,
hún er arfur hennar, en hún lifir í samtímanum: sá sem segir „sitt
er hvað gæfa og gjörvileiki“ er ekki kominn í huganum þúsund ár
aftur í tímann, hann er væntanlega að tala um eitthvað sem stend-
ur honum mjög nálægt. Tilvísanir af þessu tagi geta líka breyst í
skopstælingar og alls kyns háðhvörf sem koma inn í ræðu manna
eins og þjófur úr heiðskíru lofti. I slíkri endurminningu er
kannske falin lífsspeki, a.m.k. viss afstaða til lífsins og tilverunnar,
hún er snar þáttur í samskiptum manna, en jafnan fólgin í einu
ákveðnu tungumáli og veröld þess og verður ekki þýdd nema að
mjög takmörkuðu leyti yfir á önnur tungumál, þar sem mikill
hluti merkingarinnar fer gersamlega forgörðum. Ef menn trúa því
ekki geta menn skoðað hvað verður úr samtölum í sumum ís-
lenskum kvikmyndum þegar búið er að klæða þau í franskan
texta. Og öfugt. Nú er spurningin að sjálfsögðu sú, hvort þessi
sameiginlegi arfur, það að menn geti tjáð sig hver við annan og
skilið hver annan á þessum grundvelli, geti ekki átt þátt í að
mynda þjóðarkennd, en þá spurningu setur meistarinn ekki fram.
Þögn hans um það samsvarar þögninni um hlutverk móðurmáls.
VI
Meistarinn hefur nú lokið máli sínu í hinum fornu salarkynnum
Sorbonne, þar sem orð hans áttu eftir að bergmála lengi þótt sal-
arkynnin hyrfu og nýjar byggingar risu til himins með annars
konar hljómburði. En þá er kannske ekki úr vegi að draga saman
í fáum orðum skilgreiningu hans á því hvað er fyrirbærið þjóð:
1) Þjóð er valdstjórnareining og rennur saman við hana. Þjóð og
föðurland eru í rauninni eitt og hið sama.
2) I sumum tilvikum hefur þjóð orðið til við „beinan vilja hér-
aða“, og gildir það um Holland, Belgíu og Sviss, en oftast virð-
ist hún hafa myndast utan um konungsætt sem hefur brotið
undir sig ólík landsvæði með ofbeldi og hryðjuverkum og
skapað með því „konungsættarrétt". Svo er að sjá að þjóð